Opið bréf til Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar Gauti Eiríksson skrifar 15. maí 2014 09:19 Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar