Gott starf leikskóla verðskuldar góð launakjör Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 16. maí 2014 11:56 Það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi. Menntun er mannréttindi. Í leikskólum Kópavogs fer fram afar gott starf en betur má ef duga skal. Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir sækja nám í leikskólakennarafræðum og hve mikil fækkun hefur orðið í stétt leikskólakennara. Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%. Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi. Menntun er mannréttindi. Í leikskólum Kópavogs fer fram afar gott starf en betur má ef duga skal. Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir sækja nám í leikskólakennarafræðum og hve mikil fækkun hefur orðið í stétt leikskólakennara. Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%. Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun