Gott starf leikskóla verðskuldar góð launakjör Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 16. maí 2014 11:56 Það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi. Menntun er mannréttindi. Í leikskólum Kópavogs fer fram afar gott starf en betur má ef duga skal. Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir sækja nám í leikskólakennarafræðum og hve mikil fækkun hefur orðið í stétt leikskólakennara. Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%. Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi. Menntun er mannréttindi. Í leikskólum Kópavogs fer fram afar gott starf en betur má ef duga skal. Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir sækja nám í leikskólakennarafræðum og hve mikil fækkun hefur orðið í stétt leikskólakennara. Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%. Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar