Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 28-23 | ÍBV í úrslit með stæl Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Daníel ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag. Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn. Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum. Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna. Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra. Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk. Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki. Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.Ólafur Stefánsson: Lélegar sóknarákvarðanir „Fyrst og fremst náum við ekki að leysa vörnina þeirra, þeir fá prik fyrir það eins og ég hef oft sagt. Það var ekki fyrr en við tókum vestið á þetta sem það fór aðeins að rúlla en við erum fyrst og fremst að tapa á lélegum sóknarákvörðunum,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Við erum alveg með þá í vörninni en við bara skorum ekki. Þeir eru að skora úr einhverjum hraðaupphlaupum og komast í sjö marka forskot, eftir það settum við vestið inn á en vörnin var allan tímann solid og við gáfumst aldrei upp.“ „Við þökkum ÍBV fyrir góðan „fight“ við hefðum getað gert okkur þetta aðeins auðveldara og klárað þetta í seinasta leik,“ bætti Ólafur við en hann vill meina að leikmenn hans séu orðnir betri leikmenn en þegar hann tók við liðinu og bað sína menn að afsaka allar þær villur sem hann hafði gert á árinu.Arnar Pétursson: Húsið var okkar áttundi og níundi maður „Við unnum þetta á fullt af hlutum. Meðal annars varnarleiknum sem var frábær. Allt liðið er frábært og við erum með besta varnarmann deildarinnar, Sindra Haraldsson, það er unaður að horfa á hann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir að hans menn tryggðu sig inn í úrslitaeinvígið. „Mér fannst við oft á tíðum ná glimrandi sóknum þar sem við fengum frábær færi. Húsið var frábært í kvöld og er klárlega okkar áttundi og níundi maður.“ „Við mætum frábæru liði Hauka í úrslitum og það er hlutverk mitt og Gunnars að virkja menn og fá þá til þess að fókusera á verkefnið,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur með niðurstöðuna og sagði að hans menn væru ekki saddir fyrir lokasprettinn. Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag. Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn. Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum. Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna. Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra. Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk. Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki. Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.Ólafur Stefánsson: Lélegar sóknarákvarðanir „Fyrst og fremst náum við ekki að leysa vörnina þeirra, þeir fá prik fyrir það eins og ég hef oft sagt. Það var ekki fyrr en við tókum vestið á þetta sem það fór aðeins að rúlla en við erum fyrst og fremst að tapa á lélegum sóknarákvörðunum,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Við erum alveg með þá í vörninni en við bara skorum ekki. Þeir eru að skora úr einhverjum hraðaupphlaupum og komast í sjö marka forskot, eftir það settum við vestið inn á en vörnin var allan tímann solid og við gáfumst aldrei upp.“ „Við þökkum ÍBV fyrir góðan „fight“ við hefðum getað gert okkur þetta aðeins auðveldara og klárað þetta í seinasta leik,“ bætti Ólafur við en hann vill meina að leikmenn hans séu orðnir betri leikmenn en þegar hann tók við liðinu og bað sína menn að afsaka allar þær villur sem hann hafði gert á árinu.Arnar Pétursson: Húsið var okkar áttundi og níundi maður „Við unnum þetta á fullt af hlutum. Meðal annars varnarleiknum sem var frábær. Allt liðið er frábært og við erum með besta varnarmann deildarinnar, Sindra Haraldsson, það er unaður að horfa á hann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir að hans menn tryggðu sig inn í úrslitaeinvígið. „Mér fannst við oft á tíðum ná glimrandi sóknum þar sem við fengum frábær færi. Húsið var frábært í kvöld og er klárlega okkar áttundi og níundi maður.“ „Við mætum frábæru liði Hauka í úrslitum og það er hlutverk mitt og Gunnars að virkja menn og fá þá til þess að fókusera á verkefnið,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur með niðurstöðuna og sagði að hans menn væru ekki saddir fyrir lokasprettinn.
Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira