Opið bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi Fjóla Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2014 15:00 Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun