Halldór Jóhann ráðinn til FH: "Mikil áskorun fyrir mig" Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2014 20:29 Halldór Jóhann fer úr kvennaboltanum aftur í karlaboltann. Vísir/Stefán „Það hefur tekið svona viku að fara yfir þessi mál en svo var þetta klárað núna um helgina,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, nýráðinn þjálfari FH, í samtali við Vísi en Halldór Jóhann gekk frá þriggja ára samningi við FH-inga í dag. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld. „FH kom að tali við mig eftir að þetta gekk ekki upp hjá mér í Eyjum og viðræður hafa tekið stuttan tíma. Ég er bara virkilega sáttur með að FH sýnir mér það traust að bjóða mér starfið en þetta er mikil áskorun fyrir mig. Halldór Jóhann hefur stýrt kvennaliði Fram undanfarin tvö ár. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra á sínu fyrsta tímabili en hann missti marga góða leikmenn síðasta sumar og féll liðið úr keppni í átta liða úrslitum fyrr í mánuðinum. Honum fannst tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. „Ég var með tveggja ára samning við Fram sem ég kláraði. Ég er búinn að eiga frábær ár í Fram, bæði sem leikmaður og fyrirliði karlaliðsins og svo sem þjálfari kvennaliðsins. Mér fannst kannski tími til kominn að skipta um umhverfi en ég hafði líka alltaf áhuga á að fara í karlaboltann. Ég var bara að leita að réttum tímapunkti,“ segir Halldór Jóhann við Vísi. ÍBV og fleiri lið reyndu að fá Halldór Jóhann til starfa en hann er ánægður með nýjan áfangastað. „Það voru nokkuð lið sem sýndu mér gríðarlegan áhuga þegar ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram með Framliðið. Þau höfðu samband við mig en þegar þetta gékk upp með FH var þetta aldrei spurning. FH er stór klúbbur og mikil áskorun fyrir mig að fá að starfa í þannig umhverfi,“ segir Halldór Jóhann. FH-liðið á nú í mikilli baráttu við erkifjendur sína í Haukum í undanúrslitum Íslandmótsins en eftir að vinna fyrstu tvo leikina voru FH-ingar niðurlægðir á Ásvöllum í kvöld. Það skiptir Halldór litlu máli hversu langt FH-liðið kemst að þessu sinni. „Það vita allir að það býr mikið í þessu liði og þarna eru góðir leikmenn. Vonandi fer liðið bara sem lengst. Það gerir mitt starf hvorki erfiðara né auðveldara hvernig sem fer núna. Mitt fyrsta verk verður alltaf að skoða leikmannahópinn og reyna halda sem flestum leikmönnunum. Eftir það verður svo tekin ákvörðun um hvort við þurfum að styrkja okkur,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon.Einar Andri Einarsson, núverandi þjálfari FH, tekur við liði Aftureldingar í sumar en það vann sér inn sæti í Olís-deildinni á ný fyrr í mánuðinum. Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Það hefur tekið svona viku að fara yfir þessi mál en svo var þetta klárað núna um helgina,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, nýráðinn þjálfari FH, í samtali við Vísi en Halldór Jóhann gekk frá þriggja ára samningi við FH-inga í dag. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld. „FH kom að tali við mig eftir að þetta gekk ekki upp hjá mér í Eyjum og viðræður hafa tekið stuttan tíma. Ég er bara virkilega sáttur með að FH sýnir mér það traust að bjóða mér starfið en þetta er mikil áskorun fyrir mig. Halldór Jóhann hefur stýrt kvennaliði Fram undanfarin tvö ár. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra á sínu fyrsta tímabili en hann missti marga góða leikmenn síðasta sumar og féll liðið úr keppni í átta liða úrslitum fyrr í mánuðinum. Honum fannst tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. „Ég var með tveggja ára samning við Fram sem ég kláraði. Ég er búinn að eiga frábær ár í Fram, bæði sem leikmaður og fyrirliði karlaliðsins og svo sem þjálfari kvennaliðsins. Mér fannst kannski tími til kominn að skipta um umhverfi en ég hafði líka alltaf áhuga á að fara í karlaboltann. Ég var bara að leita að réttum tímapunkti,“ segir Halldór Jóhann við Vísi. ÍBV og fleiri lið reyndu að fá Halldór Jóhann til starfa en hann er ánægður með nýjan áfangastað. „Það voru nokkuð lið sem sýndu mér gríðarlegan áhuga þegar ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram með Framliðið. Þau höfðu samband við mig en þegar þetta gékk upp með FH var þetta aldrei spurning. FH er stór klúbbur og mikil áskorun fyrir mig að fá að starfa í þannig umhverfi,“ segir Halldór Jóhann. FH-liðið á nú í mikilli baráttu við erkifjendur sína í Haukum í undanúrslitum Íslandmótsins en eftir að vinna fyrstu tvo leikina voru FH-ingar niðurlægðir á Ásvöllum í kvöld. Það skiptir Halldór litlu máli hversu langt FH-liðið kemst að þessu sinni. „Það vita allir að það býr mikið í þessu liði og þarna eru góðir leikmenn. Vonandi fer liðið bara sem lengst. Það gerir mitt starf hvorki erfiðara né auðveldara hvernig sem fer núna. Mitt fyrsta verk verður alltaf að skoða leikmannahópinn og reyna halda sem flestum leikmönnunum. Eftir það verður svo tekin ákvörðun um hvort við þurfum að styrkja okkur,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon.Einar Andri Einarsson, núverandi þjálfari FH, tekur við liði Aftureldingar í sumar en það vann sér inn sæti í Olís-deildinni á ný fyrr í mánuðinum.
Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira