Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 39-24 | FH-ingar niðurlægðir Stefán Árni Pálssoní Schenker-höllinni skrifar 27. apríl 2014 00:01 Haukar fagna sigri í dag. Vísir/Daníel Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti