Láglaunalandið Ísland Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 2. apríl 2014 15:46 Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun