Íslenski boltinn

Garðar tryggði ÍA stig gegn Aftureldingu | Ólsarar unnu Hauka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Garðar Gunnlaugsson var á skotskónum.
Garðar Gunnlaugsson var á skotskónum. Vísir/Daníel
ÍA og Afturelding skildu jöfn, 1-1, í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag en leikið var í Akraneshöllinni.

Alexander Aron Davorsson kom Mosfellingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu en Afturelding, sem leikur í 2. deild, er í A-deildinni í stað Tindastóls sem gaf eftir sætið sitt.

Strákarnir hans AtlaEðvaldssonar voru nálægt því að landa góðum sigri en GarðarGunnlaugsson kom heimamönnum í ÍA til bjargar með marki á 88. mínútu.

Í morgun skildu Breiðablik og KR jöfn, markalaus, í sama riðli en Blikar eru efstir í riðli 1 með ellefu stig og KR í 2. sæti með tíu stig.

ÍA er með átta stig í fimmta sæti riðilsins eftir jafnteflið í dag og Afturelding er með fjögur stig í sjöunda og næst neðsta sæti.

Einn leikur fór fram í riðli 3 en þar töpuðu Haukar, 2-1, fyrir Víkingi Ólafsvík en bæði lið leika í 1. deildinni í sumar.

Alfreð Már Hjaltalín kom Ólsurum yfir á 38. mínútu og Spánverjinn SamuelJímenez bætti öðru marki við á 59. mínútu. AndriGíslason minnkaði muninn fyrir Hauka fjórum mínútum fyrir leikslok, 2-1.

Haukar eru á botni riðils 3 með þrjú stig eftir fimm leiki en Ólsarar eru í fimmta sæti með sex stig eftir jafnmarga leiki.

Stjarnan og Víkingur Reykjavík eru í efstu tveimur sætunum með ellefu stig hvort lið.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×