Fingraför upphafs alheimsins fundin Bjarki Ármannsson skrifar 17. mars 2014 18:33 Uppgötvunin staðfestir margt sem við þóttumst vita um heiminn okkar. Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira