Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. september 2025 16:34 Útgöngubann er nú í gildi í höfuðborg Nepal eftir hörð mótmæli. EPA Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. Lára Kristín Jensdóttir, sem stundar hjúkrunarfræðinám í Kaupmannahöfn, fór í skólaferðalag auk átta annarra nemenda til Nepal þann 1. september. Ferðin átti að standa til 21. september en nú er hópurinn fastur inni á hóteli vegna útgöngubanns sem er í gildi í Katmandú, höfuðborg Nepals. Lögreglan hefur drepið að minnsta kosti nítján og sært fjölda mótmælenda en hörð mótmæli brutust út í höfuðborginni, en samkvæmt fréttamiðlum eru mótmælin vegna banns nepalskra stjórnvalda á samfélagsmiðlum. Í hóp með Láru eru innfæddir leiðsögumenn en segja þeir að ekki sé verið að mótmæla samfélagsmiðlabanninu heldur spilltri ríkisstjórn. Nú standa vopnaðir hermenn vörð á strætum borgarinnar og hefur öllum borgurum verið skipað að halda sig heima hjá sér. „Á mánudeginum voru mótmæli sem við vissum af, við erum búnar að sjá það mikið á samfélagsmiðlum, út af spilltri ríkisstjórn. Við vorum í ferð í litlum bæ fyrir utan höfuðborgina og svo fréttum við að þau hefðu verið árásargjörn mótmæli og við þurftum að drífa okkur aftur heim til Katmandú og taka langa leið í kringum borgina því við komumst ekki heim,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. „Við fréttum að margir hafa verið myrtir. Við heyrðum lögreglan hafði verið að beina að höfði og bringu mótmælenda, við tókum þessu ekki eins alvarlega til að byrja með þar sem við áttuðum okkur ekki á hvað þetta væri alvarlegt ástand til að byrja með.“ Daginn þar á eftir hafi mótmælin verið enn verri. Lára segir að mikið sé um íkveikjur og hún sjái hús brenna af svölunum á hótelinu sem hópurinn dvelur nú á. Hún hafi til að mynda séð íkveikju einungis hundrað metra frá dvalarstaðnum. Mótmælendurnir hafi þá einnig hleypt föngum út úr fangelsum borgarinnar. Hins vegar eftir að herinn setti á útgöngubannið hafi ástandið skánað. „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann.“ Danirnir töldu ekki ástæðu til að sækja hópinn Lára segir foreldra nokkurra nemenda hafa haft samband við dönsku utanríkisþjónustuna um að koma þeim úr landi vegna óeirðanna. Þá hafi þær líka haft samband við fyrirtækið sem sá um skipulagningu ferðalagsins en engin svör borist. Utanríkisráðuneytið í Danmörku sagðist þá ekki telja að hópurinn væri í hættu og því sé aðstoð þeirra ekki nauðsynleg. „Við stöndum í mjög mikilli óvissu eins og er því það er búið að segja við okkur annaðhvort þurfum við að fara og hins vegar að við eigum að halda ferðalaginu áfram. Hvort að eftir föstudaginn munum við halda planinu eins og áætlað var, við getum það ekki núna út af útgöngubanninu,“ segir hún. Andrúmsloftið í hópnum sé þungt vegna mikillar óvissu um næstu skref. Þau hafa ekki ákveðið hvort þau vilji í raun halda ferðalaginu áfram. Hún segist fá mismunandi skilaboð úr öllum áttum hvað eigi að gera, til að mynda hvort flugvöllurinn sé opinn eða ekki. „Það er mikil óvissa hvað við eigum að gera, hvað okkur langi að gera, hvort við eigum að borga flugið heim eða berjast fyrir því að fyrirtækið borgi fyrir það,“ segir Lára. „Ég held það fari eftir því hver staðan er hvort við förum heim eða ekki. Til að byrja með vildum við allar fara heim um leið og við fengjum tækifæri til þess en núna er búið að vera rólegra í dag.“ Andrúmsloftið er líka þungt hjá íbúum borgarinnar að sögn Láru. Hún segist finna til með þeim sem ekki hafa þann möguleika að yfirgefa landið líkt og hún. Íslendingar erlendis Nepal Tengdar fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. 8. september 2025 10:58 Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21 Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Lára Kristín Jensdóttir, sem stundar hjúkrunarfræðinám í Kaupmannahöfn, fór í skólaferðalag auk átta annarra nemenda til Nepal þann 1. september. Ferðin átti að standa til 21. september en nú er hópurinn fastur inni á hóteli vegna útgöngubanns sem er í gildi í Katmandú, höfuðborg Nepals. Lögreglan hefur drepið að minnsta kosti nítján og sært fjölda mótmælenda en hörð mótmæli brutust út í höfuðborginni, en samkvæmt fréttamiðlum eru mótmælin vegna banns nepalskra stjórnvalda á samfélagsmiðlum. Í hóp með Láru eru innfæddir leiðsögumenn en segja þeir að ekki sé verið að mótmæla samfélagsmiðlabanninu heldur spilltri ríkisstjórn. Nú standa vopnaðir hermenn vörð á strætum borgarinnar og hefur öllum borgurum verið skipað að halda sig heima hjá sér. „Á mánudeginum voru mótmæli sem við vissum af, við erum búnar að sjá það mikið á samfélagsmiðlum, út af spilltri ríkisstjórn. Við vorum í ferð í litlum bæ fyrir utan höfuðborgina og svo fréttum við að þau hefðu verið árásargjörn mótmæli og við þurftum að drífa okkur aftur heim til Katmandú og taka langa leið í kringum borgina því við komumst ekki heim,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. „Við fréttum að margir hafa verið myrtir. Við heyrðum lögreglan hafði verið að beina að höfði og bringu mótmælenda, við tókum þessu ekki eins alvarlega til að byrja með þar sem við áttuðum okkur ekki á hvað þetta væri alvarlegt ástand til að byrja með.“ Daginn þar á eftir hafi mótmælin verið enn verri. Lára segir að mikið sé um íkveikjur og hún sjái hús brenna af svölunum á hótelinu sem hópurinn dvelur nú á. Hún hafi til að mynda séð íkveikju einungis hundrað metra frá dvalarstaðnum. Mótmælendurnir hafi þá einnig hleypt föngum út úr fangelsum borgarinnar. Hins vegar eftir að herinn setti á útgöngubannið hafi ástandið skánað. „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann.“ Danirnir töldu ekki ástæðu til að sækja hópinn Lára segir foreldra nokkurra nemenda hafa haft samband við dönsku utanríkisþjónustuna um að koma þeim úr landi vegna óeirðanna. Þá hafi þær líka haft samband við fyrirtækið sem sá um skipulagningu ferðalagsins en engin svör borist. Utanríkisráðuneytið í Danmörku sagðist þá ekki telja að hópurinn væri í hættu og því sé aðstoð þeirra ekki nauðsynleg. „Við stöndum í mjög mikilli óvissu eins og er því það er búið að segja við okkur annaðhvort þurfum við að fara og hins vegar að við eigum að halda ferðalaginu áfram. Hvort að eftir föstudaginn munum við halda planinu eins og áætlað var, við getum það ekki núna út af útgöngubanninu,“ segir hún. Andrúmsloftið í hópnum sé þungt vegna mikillar óvissu um næstu skref. Þau hafa ekki ákveðið hvort þau vilji í raun halda ferðalaginu áfram. Hún segist fá mismunandi skilaboð úr öllum áttum hvað eigi að gera, til að mynda hvort flugvöllurinn sé opinn eða ekki. „Það er mikil óvissa hvað við eigum að gera, hvað okkur langi að gera, hvort við eigum að borga flugið heim eða berjast fyrir því að fyrirtækið borgi fyrir það,“ segir Lára. „Ég held það fari eftir því hver staðan er hvort við förum heim eða ekki. Til að byrja með vildum við allar fara heim um leið og við fengjum tækifæri til þess en núna er búið að vera rólegra í dag.“ Andrúmsloftið er líka þungt hjá íbúum borgarinnar að sögn Láru. Hún segist finna til með þeim sem ekki hafa þann möguleika að yfirgefa landið líkt og hún.
Íslendingar erlendis Nepal Tengdar fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. 8. september 2025 10:58 Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21 Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. 8. september 2025 10:58
Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21
Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21