Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 14:57 Lögreglumenn og sjúkraliðar bera konu á níræðisaldri sem særðist þegar rússnesk svifsprengja lenti á þorpinu Jarova í Donetsk í dag. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent