Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 14:57 Lögreglumenn og sjúkraliðar bera konu á níræðisaldri sem særðist þegar rússnesk svifsprengja lenti á þorpinu Jarova í Donetsk í dag. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira