Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 14:57 Lögreglumenn og sjúkraliðar bera konu á níræðisaldri sem særðist þegar rússnesk svifsprengja lenti á þorpinu Jarova í Donetsk í dag. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira