Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. september 2025 12:16 Frá fundi fulltrúa Alcoa á Reyðarfirði með Rafiðnaðarsambandi Íslands og Afls starfsgreinafélags sem hófst klukkan tíu í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/tómas Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær. Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira