Segir að stjórnvöld hafi þurft að svara af eða á Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 17:15 Segir að ekki hafi verið gefinn langur tími til að komast að niðurstöðu. visir/stefán „Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. ESB-málið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
„Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
ESB-málið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira