Réttarstaða fátækra barna á Íslandi Þóra Jónsdóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun