Viðar: Menn hafa mikla trú á mér hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2013 07:00 Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Heimasíða Vålerenga Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira