Meta verður jarðstrengi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar