Hvað kostar læknir og hver borgar? Oddur Steinarsson skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Í tilefni af umræðunni um lækna og nám þeirra vil ég benda á nokkrar staðreyndir. Sérnámskostnaður lækna er dýrasti hluti námsins. Á heilsugæslustöðinni sem ég stýri í Gautaborg eru tveir sérnámslæknar í heimilislækningum. Okkur eru greiddar 40-65 þúsund sænskar krónur á mánuði fyrir að hafa hvern námslækni hjá okkur. Þetta eru um 500-700 þúsund sænskar krónur á ári fyrir námslækni í fullri stöðu. Síðan bætist við kostnaður við kennslu, kennslustjóra, námsferðir og fleira. Þannig er árskostnaður um 600-900 þúsund sænskar krónur á ári á hvern námslækni, sem eru um 11-17 milljónir íslenskra króna á ári. Kostnaður sænskra yfirvalda við allt sérnámið, sem tekur fimm ár, er um 55-85 milljónir íslenskra króna. Í vissum öðrum sérgreinum getur þetta verið töluvert hærra. Til samanburðar var kostnaður við 6 ára grunnnám í læknisfræði á Íslandi 8,5 milljónir árið 2011, eða um 1,4 milljónir á ári. Áður fyrr skiluðu um 80% íslenskra lækna sér heim eftir sérnám erlendis þannig að ávinningur Íslendinga af því hefur verið gríðarlegur, bæði fjárhagslega og faglega. Því miður hefur orðið breyting á þessu síðastliðin ár, þar sem færri læknar skila sér heim vegna lakari samkeppnisstöðu Íslands. Þrátt fyrir það njóta Íslendingar enn verulega góðs af því námi sem íslenskir læknar hafa sótt erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af umræðunni um lækna og nám þeirra vil ég benda á nokkrar staðreyndir. Sérnámskostnaður lækna er dýrasti hluti námsins. Á heilsugæslustöðinni sem ég stýri í Gautaborg eru tveir sérnámslæknar í heimilislækningum. Okkur eru greiddar 40-65 þúsund sænskar krónur á mánuði fyrir að hafa hvern námslækni hjá okkur. Þetta eru um 500-700 þúsund sænskar krónur á ári fyrir námslækni í fullri stöðu. Síðan bætist við kostnaður við kennslu, kennslustjóra, námsferðir og fleira. Þannig er árskostnaður um 600-900 þúsund sænskar krónur á ári á hvern námslækni, sem eru um 11-17 milljónir íslenskra króna á ári. Kostnaður sænskra yfirvalda við allt sérnámið, sem tekur fimm ár, er um 55-85 milljónir íslenskra króna. Í vissum öðrum sérgreinum getur þetta verið töluvert hærra. Til samanburðar var kostnaður við 6 ára grunnnám í læknisfræði á Íslandi 8,5 milljónir árið 2011, eða um 1,4 milljónir á ári. Áður fyrr skiluðu um 80% íslenskra lækna sér heim eftir sérnám erlendis þannig að ávinningur Íslendinga af því hefur verið gríðarlegur, bæði fjárhagslega og faglega. Því miður hefur orðið breyting á þessu síðastliðin ár, þar sem færri læknar skila sér heim vegna lakari samkeppnisstöðu Íslands. Þrátt fyrir það njóta Íslendingar enn verulega góðs af því námi sem íslenskir læknar hafa sótt erlendis.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar