Vökulög – vændislög Bjarni Karlsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar