Ný hugsun í skipulagsmálum Halldór Halldórsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. sunnudag var komið inn á skipulagsmál sem eru að mínu mati gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þar gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni að hugsa yrði hlutina upp á nýtt varðandi þéttingu byggðar en ég var þeirrar skoðunar áður en samkomulag um að fresta málum varðandi Reykjavíkurflugvöll til 2022 var undirritað í síðustu viku. Það er nauðsynlegt vegna umferðarmála að sem best takist til við þéttingu byggðar. Miðað við þá íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum er ljóst að gatnakerfið tekur ekki við umferðaraukningu í samræmi við þá fjölgun ef allir eiga að vera á bílum. Þess vegna ganga hugmyndir um að 80% uppbyggingar verði vestan línu um Elliðaár ekki upp í mínum huga. Hugmyndir í drögum að nýju aðalskipulagi um eflingu hverfanna með flesta ef ekki alla þjónustu innan þeirra og aukna möguleika á að íbúar í hverju hverfi geti sótt sína atvinnu í sínu hverfi tel ég vera jákvæðar. Ef vel tekst til getur það dregið nokkuð úr þörf fyrir enn frekari umferðarmannvirki sem lítið pláss er fyrir í borginni. Það gefur okkur möguleika til að úthluta enn fleiri lóðum í úthverfum fyrir fólk sem vill búa í einbýli frekar en fjölbýli. Það er mikilvægt að geta valið. Í tengslum við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru léttlestir til skoðunar og er það mjög áhugaverð nálgun. Erlendis eru sambærilegar borgir eða svæði hvað mannfjölda varðar að leysa sín samgöngumál með slíkum lestum. Í borgarsamfélagi þurfa almenningssamgöngur að vera skilvirkar, tíðar og áreiðanlegar. Þannig verður til raunverulegt val á móti bílnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. sunnudag var komið inn á skipulagsmál sem eru að mínu mati gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þar gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni að hugsa yrði hlutina upp á nýtt varðandi þéttingu byggðar en ég var þeirrar skoðunar áður en samkomulag um að fresta málum varðandi Reykjavíkurflugvöll til 2022 var undirritað í síðustu viku. Það er nauðsynlegt vegna umferðarmála að sem best takist til við þéttingu byggðar. Miðað við þá íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum er ljóst að gatnakerfið tekur ekki við umferðaraukningu í samræmi við þá fjölgun ef allir eiga að vera á bílum. Þess vegna ganga hugmyndir um að 80% uppbyggingar verði vestan línu um Elliðaár ekki upp í mínum huga. Hugmyndir í drögum að nýju aðalskipulagi um eflingu hverfanna með flesta ef ekki alla þjónustu innan þeirra og aukna möguleika á að íbúar í hverju hverfi geti sótt sína atvinnu í sínu hverfi tel ég vera jákvæðar. Ef vel tekst til getur það dregið nokkuð úr þörf fyrir enn frekari umferðarmannvirki sem lítið pláss er fyrir í borginni. Það gefur okkur möguleika til að úthluta enn fleiri lóðum í úthverfum fyrir fólk sem vill búa í einbýli frekar en fjölbýli. Það er mikilvægt að geta valið. Í tengslum við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru léttlestir til skoðunar og er það mjög áhugaverð nálgun. Erlendis eru sambærilegar borgir eða svæði hvað mannfjölda varðar að leysa sín samgöngumál með slíkum lestum. Í borgarsamfélagi þurfa almenningssamgöngur að vera skilvirkar, tíðar og áreiðanlegar. Þannig verður til raunverulegt val á móti bílnum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar