Mér krossbrá Elín Hirst skrifar 4. september 2013 00:01 Marta Andreasen, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, heimsótti Ísland nýlega. Marta varð víðfræg þegar hún var rekin úr toppstöðu sem fjármálastjóri framkvæmdastjórnar ESB fyrir nokkrum árum þegar hún neitaði að skrifa upp reikninga sambandsins. Henni blöskraði hvernig farið var með almannafé og þær aðferðir sem menn notuðu til að fegra myndina. Í því sambandi rifjaði hún upp að reikningar ESB hefðu ekki verið samþykktir síðastliðin 18 ár, því enginn endurskoðandi treysti sér til þess skrifa upp á þá. Mér hreinlega krossbrá þegar ég hlustaði á Evrópuþingmanninn ræða þessa hluti. Sjálf er ég á móti því að Ísland gangi í ESB en lýsingar Andreasen á sambandinu og vinnubrögðum þess við meðferð fjármuna skattgreiðenda eru með ólíkindum. Marta fullyrðir til að mynda að embættismannakerfið innan ESB sé gjörspillt og enginn viti í raun hvað verði um alla þá peninga sem um hendur þess fara. Eftir að Andreasen var rekin úr starfi sínu hjá framkvæmdastjórn ESB bauð hún sig fram til setu á Evrópuþinginu. Hún er eindregið þeirrar skoðunar að Bretar eigi að yfirgefa ESB, en það eru hins vegar mörg ljón á veginum. Marta segir auðvelt fyrir lönd eins og Ísland að fá inngöngu í ESB en erfitt og nær ómögulegt að yfirgefa sambandið. Íslendingar séu í raun afar heppnir að hafa aldrei villst inn í ESB. Í Bretlandi er allt regluverk sniðið eftir forskrift ESB og allir viðskipta- og milliríkjasamningar Breta tengjast ESB-aðildinni. Þá vinnu verði að fara í alveg upp á nýtt og muni taka Breta mörg ár, komi til þess að þeir hverfi úr sambandinu. Innan breska Íhaldsflokksins eru skiptar skoðanir um Bretland og ESB. David Cameron forsætisráðherra vill ekki yfirgefa sambandið, en vaxandi stuðningur er hins vegar innan flokksins við að segja bless við ESB, sem og meðal breskra kjósenda. Andreasen segir ríkisstjórn Íslands hafa gert hárrétt með því að hætta aðildarviðræðunum og hætta að þiggja styrki ESB í leiðinni. Hún varar Íslendinga hins vegar við að ESB muni reyna allt sem það getur til að fá Ísland inn í sambandið. ESB hafi yfir gríðarlegum fjármunum að ráða sem það muni nota óspart í áróðri sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Marta Andreasen, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, heimsótti Ísland nýlega. Marta varð víðfræg þegar hún var rekin úr toppstöðu sem fjármálastjóri framkvæmdastjórnar ESB fyrir nokkrum árum þegar hún neitaði að skrifa upp reikninga sambandsins. Henni blöskraði hvernig farið var með almannafé og þær aðferðir sem menn notuðu til að fegra myndina. Í því sambandi rifjaði hún upp að reikningar ESB hefðu ekki verið samþykktir síðastliðin 18 ár, því enginn endurskoðandi treysti sér til þess skrifa upp á þá. Mér hreinlega krossbrá þegar ég hlustaði á Evrópuþingmanninn ræða þessa hluti. Sjálf er ég á móti því að Ísland gangi í ESB en lýsingar Andreasen á sambandinu og vinnubrögðum þess við meðferð fjármuna skattgreiðenda eru með ólíkindum. Marta fullyrðir til að mynda að embættismannakerfið innan ESB sé gjörspillt og enginn viti í raun hvað verði um alla þá peninga sem um hendur þess fara. Eftir að Andreasen var rekin úr starfi sínu hjá framkvæmdastjórn ESB bauð hún sig fram til setu á Evrópuþinginu. Hún er eindregið þeirrar skoðunar að Bretar eigi að yfirgefa ESB, en það eru hins vegar mörg ljón á veginum. Marta segir auðvelt fyrir lönd eins og Ísland að fá inngöngu í ESB en erfitt og nær ómögulegt að yfirgefa sambandið. Íslendingar séu í raun afar heppnir að hafa aldrei villst inn í ESB. Í Bretlandi er allt regluverk sniðið eftir forskrift ESB og allir viðskipta- og milliríkjasamningar Breta tengjast ESB-aðildinni. Þá vinnu verði að fara í alveg upp á nýtt og muni taka Breta mörg ár, komi til þess að þeir hverfi úr sambandinu. Innan breska Íhaldsflokksins eru skiptar skoðanir um Bretland og ESB. David Cameron forsætisráðherra vill ekki yfirgefa sambandið, en vaxandi stuðningur er hins vegar innan flokksins við að segja bless við ESB, sem og meðal breskra kjósenda. Andreasen segir ríkisstjórn Íslands hafa gert hárrétt með því að hætta aðildarviðræðunum og hætta að þiggja styrki ESB í leiðinni. Hún varar Íslendinga hins vegar við að ESB muni reyna allt sem það getur til að fá Ísland inn í sambandið. ESB hafi yfir gríðarlegum fjármunum að ráða sem það muni nota óspart í áróðri sínum.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun