Verðbólgan ræðst af niðurstöðu kjarasamninga Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. ágúst 2013 08:00 Af nýlegum hagspám má ráða fullkomna vantrú á skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga í vetur. Í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka virðist gert ráð fyrir u.þ.b. 5,5% meðaltals launahækkunum á ári næstu tvö árin. Bankinn segir þessar launabreytingar nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, og fyrir vikið muni það ekki nást fyrr en á fyrri hluta ársins 2016, í stað þess að nást á næsta ári eins og í síðustu spá bankans fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. Verði launabreytingar hins vegar í takti við það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu muni verðbólga verða minni og vextir lægri en ella. Hagstofan gerir ráð fyrir svipaðri launabreytingu á milli ára, um 5,5%, og að verðbólga verði áfram í kringum 4%. Sama er uppi á teningunum hjá greingardeild Íslandsbanka og verðbólguvæntingar á verðbréfamarkaði og meðal fyrirtækja eru svipaðar eða á bilinu 4,0-4,5% á komandi tveimur árum. Verðbólguvæntingar heimilanna eru enn meiri, eða 5%. Ljóst er því að ofangreindir aðilar hafa enga trú á að umræða að undanförnu um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga muni skila sér í skynsamlegri niðurstöðu komandi kjaraviðræðna. Lái þeim hver sem vill. Á undanförnum áratug hafa laun hér á landi hækkað að jafnaði um tæp 7% á ári, langt umfram það sem samrýmist verðstöðugleika. Á Norðurlöndunum nemur sambærileg hækkun um 3,5% á ári að jafnaði. Að sama skapi hefur verðbólgan hér verið að meðaltali liðlega 6% á undanförnum áratug samanborið við 1,8% að meðaltali á Norðurlöndunum. Kaupmáttaraukning þar varð 18% samanborið við tæp 4% hér á landi. Árangur Íslendinga er því slakur sama hvernig á það er litið. Vera kann að spámennirnir muni hafa rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Þeir spá því einfaldlega að samningsaðilar á vinnumarkaði leysi sín mál með sama hætti og áður. Þeir ganga út frá því að samið verði um háar prósentuhækkanir launa, sem eru langt umfram heildarhækkanir launa í öllum samkeppnisríkjum og langt umfram það sem samræmist markmiði um verðstöðugleika. Verði sú leið farin enn einu sinni verða samningarnir ekki gerðir á grundvelli þess hvað kemur þjóðfélaginu og heimilunum best til lengri tíma en það er lág verðbólga og lágir vextir. Við stöðugleika er miklu meiri von um að Íslendingar komist upp úr öldudalnum og fjárfestingar og atvinnusköpun komist á fulla ferð heldur en í verðbólgu og háum vöxtum eins og undanfarin ár. Almenn vantrú á farsæla lausn kjaraviðræðna ætti að vera aðilum vinnumarkaðar hvatning til ábyrgrar nálgunar í komandi viðræðum. Verði það ekki munum við gjalda fyrir með hærra vaxtastigi, hækkandi höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og áframhaldandi stöðnun, doða og framtaksleysi í atvinnulífinu. Á því þurfum við ekki að halda við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Af nýlegum hagspám má ráða fullkomna vantrú á skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga í vetur. Í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka virðist gert ráð fyrir u.þ.b. 5,5% meðaltals launahækkunum á ári næstu tvö árin. Bankinn segir þessar launabreytingar nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, og fyrir vikið muni það ekki nást fyrr en á fyrri hluta ársins 2016, í stað þess að nást á næsta ári eins og í síðustu spá bankans fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. Verði launabreytingar hins vegar í takti við það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu muni verðbólga verða minni og vextir lægri en ella. Hagstofan gerir ráð fyrir svipaðri launabreytingu á milli ára, um 5,5%, og að verðbólga verði áfram í kringum 4%. Sama er uppi á teningunum hjá greingardeild Íslandsbanka og verðbólguvæntingar á verðbréfamarkaði og meðal fyrirtækja eru svipaðar eða á bilinu 4,0-4,5% á komandi tveimur árum. Verðbólguvæntingar heimilanna eru enn meiri, eða 5%. Ljóst er því að ofangreindir aðilar hafa enga trú á að umræða að undanförnu um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga muni skila sér í skynsamlegri niðurstöðu komandi kjaraviðræðna. Lái þeim hver sem vill. Á undanförnum áratug hafa laun hér á landi hækkað að jafnaði um tæp 7% á ári, langt umfram það sem samrýmist verðstöðugleika. Á Norðurlöndunum nemur sambærileg hækkun um 3,5% á ári að jafnaði. Að sama skapi hefur verðbólgan hér verið að meðaltali liðlega 6% á undanförnum áratug samanborið við 1,8% að meðaltali á Norðurlöndunum. Kaupmáttaraukning þar varð 18% samanborið við tæp 4% hér á landi. Árangur Íslendinga er því slakur sama hvernig á það er litið. Vera kann að spámennirnir muni hafa rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Þeir spá því einfaldlega að samningsaðilar á vinnumarkaði leysi sín mál með sama hætti og áður. Þeir ganga út frá því að samið verði um háar prósentuhækkanir launa, sem eru langt umfram heildarhækkanir launa í öllum samkeppnisríkjum og langt umfram það sem samræmist markmiði um verðstöðugleika. Verði sú leið farin enn einu sinni verða samningarnir ekki gerðir á grundvelli þess hvað kemur þjóðfélaginu og heimilunum best til lengri tíma en það er lág verðbólga og lágir vextir. Við stöðugleika er miklu meiri von um að Íslendingar komist upp úr öldudalnum og fjárfestingar og atvinnusköpun komist á fulla ferð heldur en í verðbólgu og háum vöxtum eins og undanfarin ár. Almenn vantrú á farsæla lausn kjaraviðræðna ætti að vera aðilum vinnumarkaðar hvatning til ábyrgrar nálgunar í komandi viðræðum. Verði það ekki munum við gjalda fyrir með hærra vaxtastigi, hækkandi höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og áframhaldandi stöðnun, doða og framtaksleysi í atvinnulífinu. Á því þurfum við ekki að halda við núverandi aðstæður.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar