Ísland og Evrópa – hvað nú? Vésteinn Ólason skrifar 1. júní 2013 07:00 Þeir sem hafa áhuga á að Íslendingar fái tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu (ES) þurfa nú að hugsa sinn gang og draga lærdóma af framgangi málsins hingað til. Hvernig vill þjóðin marka sér stöðu í samfélagi þjóðanna, og hvernig vill hún hafa samband sitt við ES? Það var fyrirsjáanlegt að málefnaleg umræða, sem ætti að geta leitt til upplýstrar ákvörðunar um slíkt mál, mundi eiga erfitt uppdráttar í aðdraganda alþingiskosninga. Umræðan þarf að vera stöðug og miðast við langtímamarkmið en ekki hagsæld á næsta kjörtímabili, jafnvel næstu mánuðum. Aðdragandi síðustu kosninga er víti til að varast. Þær röksemdir sem mest bar á voru á annan bóginn Grýluröksemdin – ES er Grýla sem ætlar að stinga litla Íslandi í pokann sinn og éta síðan í rólegheitum – en hins vegar gulrótarröksemdin – við verðum tafarlaust x prósentum ríkari ef við göngum í ES.Langtímaáhrif mikilvægSú fyrri er hlægileg, sú síðari einföldun og skrum. Um þá fyrri: ES er bandalag fullvalda ríkja sem eru fús að veita Íslandi inngöngu af því að þeim finnst landið menningarlega, félagslega og landfræðilega eiga heima í þessu bandalagi, ef það kýs að vera þar. Langflestum ríkjum ES er þó áreiðanlega alveg sama hvort Ísland gengur inn eða ekki, mörgum finnst bandalagið þegar of stórt. Þvert á móti því sem margir halda fram hefur ES gert mikið til að hjálpa Grikklandi og öðrum skuldakóngum. Hugmyndir um að ES slægist eftir íslenskum auðlindum og aðgangi að norðurslóðum með „innlimun“ Íslands eru fráleitar. Auðlindum sínum og yfirráðum yfir þeim mun landið halda, og ES hefur margar aðrar leiðir til áhrifa og þátttöku í norðurslóðasamstarfi en gegnum aðild Íslands. Um seinni röksemdina: Ávinningur af inngöngu verður ekki reiknaður út í prósentum. Þótt Ísland gangi í ES mun landið hafa sérstöðu og áfram glíma við vanda sem hlýst af fámenni og dreifbýli – auk ýmiss konar fortíðarvanda. Það eru lausn gjaldeyrismála og langtímaáhrif af þátttöku sem mestu skipta. Vitanlega eru margir andstæðingar aðildar sem ekki veifa Grýlu gömlu. Mér hefur heyrst að þeir segi jafnan: „Ég tel að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins.“ Punktur. Ég hef ekki heyrt fréttamenn biðja um rök. Síðustu kosningar sýna að litlar líkur eru til að stórir hópar kjósenda muni láta afstöðuna til Evrópuaðildar ráða úrslitum um hvernig þeir kjósa í alþingiskosningum. Vitað er að mjög margir sjálfstæðismenn og eitthvað talsvert af framsóknarmönnum eru hlynntir því að við látum reyna á samninga og hafa jákvæða afstöðu til aðildar miðað við að góðir samningar fáist. Hvað sem einn og einn maður kann að hafa gert, er ekkert sem bendir til að þessir hópar hafi í nokkrum mæli kosið Samfylkingu eða Bjarta framtíð vegna þessa máls. Björt framtíð kynnti sig þó þannig að þar var fátt sem hefði getað fælt þessa kjósendur frá, þótt þeir hafi af sögulegum og pólitískum ástæðum ekki getað hugsað sér að kjósa Samfylkingu. Í Bjartri framtíð hefði stór hópur slíkra kjósenda frá hægri hins vegar getað haft mikil áhrif á stefnu og svip flokksins. En þetta dugði þeim ekki. Römm er sú taug (og: enginn skyldi Flokkinn styggja, skæð er hans hefnd). Evrópusinnuðum sjónarmiðum verður að vinna fylgi innan flokka og meðal almennings, og mikilvægt er að kosið sé sérstaklega um aðildarsamning. Slagorð duga skammt Miðað við úrslit kosninganna í vor er augljóst að samningum um Evrópusambandsaðild verður ekki lokið á kjörtímabilinu, þótt maður geti leyft sér að vona að ný ríkisstjórn fremji engin pólitísk og diplómatísk axarsköft í málinu. Sjálfsagt er líka að viðurkenna að nú eru erfiðir tímar í ES. Vandræði með evruna eru að vísu lítil miðað við vandræðin með íslensku krónuna, en efnahagsvandinn er gríðarlegur og innan langs tíma mun vafalaust verða við honum brugðist með skipulagsbreytingum og sennilega auknu miðstjórnarvaldi á ákveðnum sviðum. Fyrirbæri eins og ES verður alltaf breytilegt og framtíðin að vissu marki ófyrirsjáanleg, en úr því sem komið er, er vitaskuld æskilegt fyrir þá upplýstu umræðu sem hér er lýst eftir að þessi mál skýrist áður en aðild kemst formlega á dagskrá með tilbúnum samningi. En mikilvægt er að spilla ekki samningsaðstöðu meðan mál eru í biðstöðu. Af hverju skyldum við loka á leiðina til Evrópu eða setja upp óþarfa hindranir, þótt ákvarðanir dragist á langinn? Ekki skyldu menn gleyma því að við erum í EES og þar með háð ES og þróun þess en þó án þeirra áhrifa sem við gætum fengið með þátttöku, áhrifa sem enginn skyldi vanmeta þegar kemur til þeirra sviða sem skipta okkur mestu. Þegar nýir og tiltölulega ungir ráðherrar taka við stjórnartaumum rennur vonandi upp fyrir þeim að slagorð og sjálfbirgingsháttur duga skammt í glímunni við losun gjaldeyrishafta, skuldir þjóðarbúsins og gengissveiflur krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa áhuga á að Íslendingar fái tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu (ES) þurfa nú að hugsa sinn gang og draga lærdóma af framgangi málsins hingað til. Hvernig vill þjóðin marka sér stöðu í samfélagi þjóðanna, og hvernig vill hún hafa samband sitt við ES? Það var fyrirsjáanlegt að málefnaleg umræða, sem ætti að geta leitt til upplýstrar ákvörðunar um slíkt mál, mundi eiga erfitt uppdráttar í aðdraganda alþingiskosninga. Umræðan þarf að vera stöðug og miðast við langtímamarkmið en ekki hagsæld á næsta kjörtímabili, jafnvel næstu mánuðum. Aðdragandi síðustu kosninga er víti til að varast. Þær röksemdir sem mest bar á voru á annan bóginn Grýluröksemdin – ES er Grýla sem ætlar að stinga litla Íslandi í pokann sinn og éta síðan í rólegheitum – en hins vegar gulrótarröksemdin – við verðum tafarlaust x prósentum ríkari ef við göngum í ES.Langtímaáhrif mikilvægSú fyrri er hlægileg, sú síðari einföldun og skrum. Um þá fyrri: ES er bandalag fullvalda ríkja sem eru fús að veita Íslandi inngöngu af því að þeim finnst landið menningarlega, félagslega og landfræðilega eiga heima í þessu bandalagi, ef það kýs að vera þar. Langflestum ríkjum ES er þó áreiðanlega alveg sama hvort Ísland gengur inn eða ekki, mörgum finnst bandalagið þegar of stórt. Þvert á móti því sem margir halda fram hefur ES gert mikið til að hjálpa Grikklandi og öðrum skuldakóngum. Hugmyndir um að ES slægist eftir íslenskum auðlindum og aðgangi að norðurslóðum með „innlimun“ Íslands eru fráleitar. Auðlindum sínum og yfirráðum yfir þeim mun landið halda, og ES hefur margar aðrar leiðir til áhrifa og þátttöku í norðurslóðasamstarfi en gegnum aðild Íslands. Um seinni röksemdina: Ávinningur af inngöngu verður ekki reiknaður út í prósentum. Þótt Ísland gangi í ES mun landið hafa sérstöðu og áfram glíma við vanda sem hlýst af fámenni og dreifbýli – auk ýmiss konar fortíðarvanda. Það eru lausn gjaldeyrismála og langtímaáhrif af þátttöku sem mestu skipta. Vitanlega eru margir andstæðingar aðildar sem ekki veifa Grýlu gömlu. Mér hefur heyrst að þeir segi jafnan: „Ég tel að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins.“ Punktur. Ég hef ekki heyrt fréttamenn biðja um rök. Síðustu kosningar sýna að litlar líkur eru til að stórir hópar kjósenda muni láta afstöðuna til Evrópuaðildar ráða úrslitum um hvernig þeir kjósa í alþingiskosningum. Vitað er að mjög margir sjálfstæðismenn og eitthvað talsvert af framsóknarmönnum eru hlynntir því að við látum reyna á samninga og hafa jákvæða afstöðu til aðildar miðað við að góðir samningar fáist. Hvað sem einn og einn maður kann að hafa gert, er ekkert sem bendir til að þessir hópar hafi í nokkrum mæli kosið Samfylkingu eða Bjarta framtíð vegna þessa máls. Björt framtíð kynnti sig þó þannig að þar var fátt sem hefði getað fælt þessa kjósendur frá, þótt þeir hafi af sögulegum og pólitískum ástæðum ekki getað hugsað sér að kjósa Samfylkingu. Í Bjartri framtíð hefði stór hópur slíkra kjósenda frá hægri hins vegar getað haft mikil áhrif á stefnu og svip flokksins. En þetta dugði þeim ekki. Römm er sú taug (og: enginn skyldi Flokkinn styggja, skæð er hans hefnd). Evrópusinnuðum sjónarmiðum verður að vinna fylgi innan flokka og meðal almennings, og mikilvægt er að kosið sé sérstaklega um aðildarsamning. Slagorð duga skammt Miðað við úrslit kosninganna í vor er augljóst að samningum um Evrópusambandsaðild verður ekki lokið á kjörtímabilinu, þótt maður geti leyft sér að vona að ný ríkisstjórn fremji engin pólitísk og diplómatísk axarsköft í málinu. Sjálfsagt er líka að viðurkenna að nú eru erfiðir tímar í ES. Vandræði með evruna eru að vísu lítil miðað við vandræðin með íslensku krónuna, en efnahagsvandinn er gríðarlegur og innan langs tíma mun vafalaust verða við honum brugðist með skipulagsbreytingum og sennilega auknu miðstjórnarvaldi á ákveðnum sviðum. Fyrirbæri eins og ES verður alltaf breytilegt og framtíðin að vissu marki ófyrirsjáanleg, en úr því sem komið er, er vitaskuld æskilegt fyrir þá upplýstu umræðu sem hér er lýst eftir að þessi mál skýrist áður en aðild kemst formlega á dagskrá með tilbúnum samningi. En mikilvægt er að spilla ekki samningsaðstöðu meðan mál eru í biðstöðu. Af hverju skyldum við loka á leiðina til Evrópu eða setja upp óþarfa hindranir, þótt ákvarðanir dragist á langinn? Ekki skyldu menn gleyma því að við erum í EES og þar með háð ES og þróun þess en þó án þeirra áhrifa sem við gætum fengið með þátttöku, áhrifa sem enginn skyldi vanmeta þegar kemur til þeirra sviða sem skipta okkur mestu. Þegar nýir og tiltölulega ungir ráðherrar taka við stjórnartaumum rennur vonandi upp fyrir þeim að slagorð og sjálfbirgingsháttur duga skammt í glímunni við losun gjaldeyrishafta, skuldir þjóðarbúsins og gengissveiflur krónunnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun