Gleymum ekki stóru smámálunum Sigurður Jónas Eggertsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Fjölmargir þurfa að taka inn lyf að staðaldri til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Þetta á t.d. við um marga flogaveika, ofvirka og við þá sem eru með Tourette-heilkenni svo eitthvað sem nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að bæði markmiðin missa marks. Lyf við þessum kvillum eru eins og er niðurgreidd að hluta eða öllu leyti og því munu útgjöld margra sem nauðsynlega þurfa á lyfjum að halda aukast en ekki minnka. Væntanlega má færa rök fyrir því að lagabreytingin auki jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum en það er lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir stórauknum lyfjakostnaði. Því miður vill það brenna við þegar leysa á tiltekið vandamál að það gleymist að hugsa um heildarmyndina. Það er t.d. mjög algengt að samhliða flogaveiki glími einstaklingar við aðrar raskanir svo sem ofvirkni, einhverfu og/eða þroskahömlun. Meðhöndlun er ekki eingöngu bundin við inntöku lyfja heldur einnig meðferð hjá sérfræðingum eins og iðjuþjálfum, þroskaþjálfurum, talmeinafræðingum og sjúkraþjálfurum svo eitthvað sé talið upp. Ef auka á jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum þá er ekki eingöngu hægt að horfa til þátttöku ríkisins í lyfjum. Horfa þarf á heildarkostnað fjölskyldunnar sem einstaklingurinn tilheyrir vegna sjúkdómsins. Við í Dögun samþykktum á landsfundi okkar nú í mars að falla frá breytingum á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og vona ég að við fáum brautargengi í komandi kosningum til að vinna að þessu máli á þingi því hér er mikið hagsmunamál á ferð, ekki síst fyrir fjölskyldur veikra barna. Ég hef heyrt í mörgu fjölskyldufólki sem hefur miklar áhyggjur af lyfjakostnaði eftir að breytingarnar taka gildi í maí og það er sorgleg staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur mörg heimili eftir í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Fjölmargir þurfa að taka inn lyf að staðaldri til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Þetta á t.d. við um marga flogaveika, ofvirka og við þá sem eru með Tourette-heilkenni svo eitthvað sem nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að bæði markmiðin missa marks. Lyf við þessum kvillum eru eins og er niðurgreidd að hluta eða öllu leyti og því munu útgjöld margra sem nauðsynlega þurfa á lyfjum að halda aukast en ekki minnka. Væntanlega má færa rök fyrir því að lagabreytingin auki jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum en það er lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir stórauknum lyfjakostnaði. Því miður vill það brenna við þegar leysa á tiltekið vandamál að það gleymist að hugsa um heildarmyndina. Það er t.d. mjög algengt að samhliða flogaveiki glími einstaklingar við aðrar raskanir svo sem ofvirkni, einhverfu og/eða þroskahömlun. Meðhöndlun er ekki eingöngu bundin við inntöku lyfja heldur einnig meðferð hjá sérfræðingum eins og iðjuþjálfum, þroskaþjálfurum, talmeinafræðingum og sjúkraþjálfurum svo eitthvað sé talið upp. Ef auka á jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum þá er ekki eingöngu hægt að horfa til þátttöku ríkisins í lyfjum. Horfa þarf á heildarkostnað fjölskyldunnar sem einstaklingurinn tilheyrir vegna sjúkdómsins. Við í Dögun samþykktum á landsfundi okkar nú í mars að falla frá breytingum á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og vona ég að við fáum brautargengi í komandi kosningum til að vinna að þessu máli á þingi því hér er mikið hagsmunamál á ferð, ekki síst fyrir fjölskyldur veikra barna. Ég hef heyrt í mörgu fjölskyldufólki sem hefur miklar áhyggjur af lyfjakostnaði eftir að breytingarnar taka gildi í maí og það er sorgleg staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur mörg heimili eftir í.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar