Kjörtímabil á enda runnið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 26. apríl 2013 06:00 Nú við lok kjörtímabils er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b. eftirfarandi:Um 85% af fjármálakerfinu voru fallin, hið nýja bankakerfi ófjármagnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði með því að fólksfækkun gæti orðið 3-4% á misserunum á eftir hruni. Nálægt 50% af lánum allra fyrirtækja voru í vanskilum. Fjármál tugþúsunda heimila voru í uppnámi.Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%.Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar.Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga.Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti.Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á.Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu.Atvinnuleysi var á leið í 9-10%.Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar.Þjóðargjaldþroti afstýrt Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði, vitandi vel að fram undan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Hvað hefur svo gerst? Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskuldabréf á alþjóðlegum fjármálamarkaði á ásættanlegum kjörum. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst kominn í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa tengist fyrst og fremst ytri aðstæðum, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun.Íslendingar snúa heim Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flust til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta, ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá, veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi.Ísland komið fyrir vind Engin önnur ríkisstjórn lýðveldistímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldaniðurfellingar eru hins vegar óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinningur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sammála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosningaloforða. Þá er einnig óraunhæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu.Stóra spurningin Hin stóra spurning komandi kosninga er; hvort vilja menn áframhaldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastjórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tækifæri þá merkja menn við B eða D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú við lok kjörtímabils er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b. eftirfarandi:Um 85% af fjármálakerfinu voru fallin, hið nýja bankakerfi ófjármagnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði með því að fólksfækkun gæti orðið 3-4% á misserunum á eftir hruni. Nálægt 50% af lánum allra fyrirtækja voru í vanskilum. Fjármál tugþúsunda heimila voru í uppnámi.Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%.Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar.Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga.Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti.Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á.Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu.Atvinnuleysi var á leið í 9-10%.Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar.Þjóðargjaldþroti afstýrt Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði, vitandi vel að fram undan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Hvað hefur svo gerst? Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskuldabréf á alþjóðlegum fjármálamarkaði á ásættanlegum kjörum. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst kominn í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa tengist fyrst og fremst ytri aðstæðum, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun.Íslendingar snúa heim Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flust til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta, ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá, veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi.Ísland komið fyrir vind Engin önnur ríkisstjórn lýðveldistímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldaniðurfellingar eru hins vegar óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinningur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sammála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosningaloforða. Þá er einnig óraunhæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu.Stóra spurningin Hin stóra spurning komandi kosninga er; hvort vilja menn áframhaldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastjórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tækifæri þá merkja menn við B eða D.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun