Fagmennska í þágu lýðræðis Friðrik Rafnsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar