Núðlusúpa eða spagettí? Upprætum fátækt Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi. Beint lýðræði færir öllum, ekki bara sumum, aðgang að því að móta stefnu í stóru málunum. Það er eina leiðin til að tryggja að fátækir ráði einhverju um efnahags-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál. Ég varð Pírati út af því að áhersla á lárétt lýðræði (en ekki lóðrétt) er eina pólitíkin sem getur skilað okkur verulega góðu samfélagi. Píratar hafa m.a.s. samið kosningakerfi á internetinu til að prófreyna ákvarðanatöku með þessum hætti. Lárétt lýðræði leggur ábyrgð á okkar herðar en færir okkur líka réttinn til ákvarðanatöku í samfélagsmálum. Væri það ekki dásamlegt að geta sagt: „Ég tók þátt í að móta þessa stefnu“ í staðinn fyrir að segja „þeir eru allir jafn vitlausir þessir stjórnmálamenn“. Mér finnst það.Jöfnunartæki Netið er jöfnunartæki svo fremi okkur takist að verja það fyrir árásum þeirra sem vilja koma böndum á það. Það er annað heimili ört vaxandi fjölda fólks og þangað er til að mynda hægt að sækja sér margvíslega menntun á eigin forsendum og án þess að taka námslán. Píratar beita sér fyrir opinni, fjölbreyttri og vandaðri menntun og námsgögnum, á internetinu og annars staðar. Netið er líka gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir efnahaginn. Við erum svo fá að við gætum sem þjóð þegið stóran hluta af tekjum okkar af internetinu og með því að vera netvænt land. Við gætum upprætt fátækt með skynsamlegri ráðstöfun þessara tekna. Loks er internetið besti hugsanlegur vettvangur til að verjast hvers kyns kúgun og öðru ofbeldi, og til að bæta heiminn. Þess vegna er okkur Pírötum svona annt um friðhelgi einkalífsins á internetinu. Ég ólst upp í fátækri fjölskyldu. Ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að vitneskja er vald og að án hennar er erfitt að brjóta fjötrana sem viðhalda þessum óboðna gesti. Afkoma fjölda Íslendinga er fáránlega rýr. Sjálfbær endurnýjun stéttskiptingar er í fullum blóma og fátækt er hætt að vera fréttnæm svo neinu nemi. Ætlum við bara að sætta okkur við hana? Píratar berjast fyrir því að allir viti hvað er að gerast á Alþingi, stofnunum, bönkum og fyrirtækjum sem geta með ákvörðunum sínum þurrkað út heil byggðarlög. Við upprætum fátækt þegar við fáum upplýsingar, aðgang að ákvörðunum og aðrir hætta að geta möndlað með okkar mál eins og þeim sýnist í leynd bak við luktar dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi. Beint lýðræði færir öllum, ekki bara sumum, aðgang að því að móta stefnu í stóru málunum. Það er eina leiðin til að tryggja að fátækir ráði einhverju um efnahags-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál. Ég varð Pírati út af því að áhersla á lárétt lýðræði (en ekki lóðrétt) er eina pólitíkin sem getur skilað okkur verulega góðu samfélagi. Píratar hafa m.a.s. samið kosningakerfi á internetinu til að prófreyna ákvarðanatöku með þessum hætti. Lárétt lýðræði leggur ábyrgð á okkar herðar en færir okkur líka réttinn til ákvarðanatöku í samfélagsmálum. Væri það ekki dásamlegt að geta sagt: „Ég tók þátt í að móta þessa stefnu“ í staðinn fyrir að segja „þeir eru allir jafn vitlausir þessir stjórnmálamenn“. Mér finnst það.Jöfnunartæki Netið er jöfnunartæki svo fremi okkur takist að verja það fyrir árásum þeirra sem vilja koma böndum á það. Það er annað heimili ört vaxandi fjölda fólks og þangað er til að mynda hægt að sækja sér margvíslega menntun á eigin forsendum og án þess að taka námslán. Píratar beita sér fyrir opinni, fjölbreyttri og vandaðri menntun og námsgögnum, á internetinu og annars staðar. Netið er líka gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir efnahaginn. Við erum svo fá að við gætum sem þjóð þegið stóran hluta af tekjum okkar af internetinu og með því að vera netvænt land. Við gætum upprætt fátækt með skynsamlegri ráðstöfun þessara tekna. Loks er internetið besti hugsanlegur vettvangur til að verjast hvers kyns kúgun og öðru ofbeldi, og til að bæta heiminn. Þess vegna er okkur Pírötum svona annt um friðhelgi einkalífsins á internetinu. Ég ólst upp í fátækri fjölskyldu. Ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að vitneskja er vald og að án hennar er erfitt að brjóta fjötrana sem viðhalda þessum óboðna gesti. Afkoma fjölda Íslendinga er fáránlega rýr. Sjálfbær endurnýjun stéttskiptingar er í fullum blóma og fátækt er hætt að vera fréttnæm svo neinu nemi. Ætlum við bara að sætta okkur við hana? Píratar berjast fyrir því að allir viti hvað er að gerast á Alþingi, stofnunum, bönkum og fyrirtækjum sem geta með ákvörðunum sínum þurrkað út heil byggðarlög. Við upprætum fátækt þegar við fáum upplýsingar, aðgang að ákvörðunum og aðrir hætta að geta möndlað með okkar mál eins og þeim sýnist í leynd bak við luktar dyr.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar