Skuldir ríkissjóðs eru skuldir okkar allra Sigríður Á. Andersen skrifar 18. apríl 2013 06:00 Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti einstaklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxtakostnað. Þetta eru nöturlegar staðreyndir. Vonir hafa verið uppi um að með samningum við kröfuhafa föllnu bankana takist að minnka skuldaklafa hvers Íslendings úr fimm milljónum í fjórar milljónir króna. Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, og hafa alltaf verið, að við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna verði hagsmuna Íslands gætt þótt flokkarnir gangi vissulega mjög mislangt í því að deila mögulegum ávinningi út fyrirfram með kosningaloforðum. Eins og menn þekkja af rekstri eigin heimilis er það ekki svo að þótt takist að lækka yfirdrátt úr 50 þúsund í 40 þúsund krónur að menn hafi þar með eignast nýtt fé. Mínusinn á bankareikningnum er vissulega ekki jafn stór og áður en engu að síður til staðar. Allir hljóta að stefna að því að eyða mínusnum alveg fremur en að auka hann aftur. Þess vegna er það ekki ábyrgt að lofa skuldugu fólki peningum sem eru ekki til og verða ekki til í ríkissjóði á næstunni. Það væri einfaldlega loforð um að gera skuldir okkar sumra að skuldum okkar allra. Almenn skattalækkun er eina raunhæfa og sanngjarna leiðin til þess að auka ráðstöfunartekjur okkar allra. Hún hefur að auki þann kost að hvetja menn til aukinnar verðmætasköpunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigríður Á. Andersen Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti einstaklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxtakostnað. Þetta eru nöturlegar staðreyndir. Vonir hafa verið uppi um að með samningum við kröfuhafa föllnu bankana takist að minnka skuldaklafa hvers Íslendings úr fimm milljónum í fjórar milljónir króna. Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, og hafa alltaf verið, að við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna verði hagsmuna Íslands gætt þótt flokkarnir gangi vissulega mjög mislangt í því að deila mögulegum ávinningi út fyrirfram með kosningaloforðum. Eins og menn þekkja af rekstri eigin heimilis er það ekki svo að þótt takist að lækka yfirdrátt úr 50 þúsund í 40 þúsund krónur að menn hafi þar með eignast nýtt fé. Mínusinn á bankareikningnum er vissulega ekki jafn stór og áður en engu að síður til staðar. Allir hljóta að stefna að því að eyða mínusnum alveg fremur en að auka hann aftur. Þess vegna er það ekki ábyrgt að lofa skuldugu fólki peningum sem eru ekki til og verða ekki til í ríkissjóði á næstunni. Það væri einfaldlega loforð um að gera skuldir okkar sumra að skuldum okkar allra. Almenn skattalækkun er eina raunhæfa og sanngjarna leiðin til þess að auka ráðstöfunartekjur okkar allra. Hún hefur að auki þann kost að hvetja menn til aukinnar verðmætasköpunar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar