Lottó eða lausnir? Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun