Nýtum kosningaréttinn Jón Gnarr skrifar 11. apríl 2013 07:00 Á miðnætti í kvöld lýkur rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í dag og forgangsraða þannig fjármunum sem hverfunum er úthlutað. Reynslan af verkefninu Betri hverfi hefur verið frábær. Í fyrra kusu borgarbúar 124 verkefni og hafa þau nú að mestu verið framkvæmd af hálfu borgarinnar. Við það hefur borgin fengið nýtt og betra svipmót. Nýjungin við þetta verkefni felst í því að Reykjavíkurborg er að framkvæma hugmyndir sem borgarbúar koma með sjálfir. Það er beinlínis dásamlegt. Í janúar hélt ég, ásamt embættismönnum, íbúafundi í öllum hverfum borgarinnar sem voru sóttir af um þúsund Reykvíkingum. Þar kynntum við verkefnið og í kjölfarið byrjuðu hugmyndir að streyma inn frá borgarbúum á vefinn Betri hverfi. Alls bárust um 600 hugmyndir. Þær voru skoðaðar af íbúanefndum sem starfa ásamt hverfaráðum og fagteymi Reykjavíkurborgar að því að útfæra hugmyndirnar. Alls var stillt upp 229 hugmyndum – allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk getur kosið um í íbúakosningunum nú. Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti sér kosningarétt sinn og forgangsraði fjármunum sem borgin hefur ráðstafað til að bæta hverfin í borginni. Ef fáir láta sig málið varða er allt eins líklegt að fátt verði um fína drætti í íbúalýðræðisverkefnum framtíðarinnar. Við þurfum þó ekki að óttast neitt því kjörsókn í fyrra var rúm 8% sem þykir glimrandi góður árangur í sambærilegum verkefnum erlendis. Allt byrjar með góðri hugmynd og borgarbúar eru svo sannarlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að bæta hverfin sín. Veitum góðum hugmyndum Reykvíkinga brautargengi í íbúakosningunum, hugsum vel um hverfin okkar og njótum þess að búa í einni bestu borg heims. Það er einfalt að kjósa á vefslóðinni kjosa.betrireykjavik.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á miðnætti í kvöld lýkur rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í dag og forgangsraða þannig fjármunum sem hverfunum er úthlutað. Reynslan af verkefninu Betri hverfi hefur verið frábær. Í fyrra kusu borgarbúar 124 verkefni og hafa þau nú að mestu verið framkvæmd af hálfu borgarinnar. Við það hefur borgin fengið nýtt og betra svipmót. Nýjungin við þetta verkefni felst í því að Reykjavíkurborg er að framkvæma hugmyndir sem borgarbúar koma með sjálfir. Það er beinlínis dásamlegt. Í janúar hélt ég, ásamt embættismönnum, íbúafundi í öllum hverfum borgarinnar sem voru sóttir af um þúsund Reykvíkingum. Þar kynntum við verkefnið og í kjölfarið byrjuðu hugmyndir að streyma inn frá borgarbúum á vefinn Betri hverfi. Alls bárust um 600 hugmyndir. Þær voru skoðaðar af íbúanefndum sem starfa ásamt hverfaráðum og fagteymi Reykjavíkurborgar að því að útfæra hugmyndirnar. Alls var stillt upp 229 hugmyndum – allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk getur kosið um í íbúakosningunum nú. Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti sér kosningarétt sinn og forgangsraði fjármunum sem borgin hefur ráðstafað til að bæta hverfin í borginni. Ef fáir láta sig málið varða er allt eins líklegt að fátt verði um fína drætti í íbúalýðræðisverkefnum framtíðarinnar. Við þurfum þó ekki að óttast neitt því kjörsókn í fyrra var rúm 8% sem þykir glimrandi góður árangur í sambærilegum verkefnum erlendis. Allt byrjar með góðri hugmynd og borgarbúar eru svo sannarlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að bæta hverfin sín. Veitum góðum hugmyndum Reykvíkinga brautargengi í íbúakosningunum, hugsum vel um hverfin okkar og njótum þess að búa í einni bestu borg heims. Það er einfalt að kjósa á vefslóðinni kjosa.betrireykjavik.is
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun