Skref í átt að meira trausti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. apríl 2013 07:00 Umræðan um kynferðisbrot á Íslandi hefur gjörbreytzt eftir að ljóstrað var upp um ítrekuð og ljót brot barnaníðingsins Karls Vignis í Kastljósi RÚV í upphafi árs. Stíflur þagnar og þöggunar hafa brostið og ótal einstaklingar sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Þetta kemur skýrt fram í þeirri gríðarlegu fjölgun kæra sem lögreglunni berast vegna kynferðisbrota. Í janúar voru þær fjórum sinnum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um leið er greinilegt að margir trúa því ekki að hið opinbera réttargæzlukerfi sé í stakk búið að fást við þessi mál. Margt hefur þó breytzt í þeim efnum. Hert hefur verið á löggjöf um kynferðisbrot á undanförnum árum. Starfsfólk lögreglu, saksóknara og dómstóla er langtum betur að sér um eðli og afleiðingar þessara brota en áður var. Aðstaða til að sinna þolendum kynferðisbrota, til dæmis neyðarmóttaka vegna nauðgana og Barnahúsið, er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Það mun ekki breytast að kynferðisbrotamál eru vandmeðfarnari en mörg önnur, meðal annars vegna þess hvað snúið getur verið að sanna þau. Aukin þekking og skilningur á þeim er þó líkleg til að fjölga sakfellingum og að gerendurnir fái refsingu fyrir brot sín. Það er hins vegar alger frumforsenda þess að fólk hafi trú á kerfinu að það anni þeim málafjölda sem nú er við að eiga. Undanfarna mánuði hefur komið skýrt fram að hvorki lögreglan né embætti saksóknara hafa fé og mannskap til að sinna þeim sem skyldi. Hugsanlegt er að fyrir vikið verði rannsókn sumra mála ekki nægilega vönduð og að í öðrum tilvikum dragist málsmeðferðin úr hömlu. Lögreglan hefur unnið hratt í máli Karls Vignis, sem var ákærður fyrr í vikunni fyrir brot gegn fjórum einstaklingum, en margir tugir mála eru óafgreiddir. Tillögur undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um úrbætur á meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum eru mikilvægt skref í þá átt að fólk geti borið fullt traust til réttargæzlukerfisins. Nefndin segir það sem liggur í augum uppi; að auka þurfi fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og ríkissaksóknaraembættisins til að þessar stofnanir ráði við málafjöldann. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar í kynferðisbrotamálum, meðal annars notkun tálbeitna. Nefndin vill sömuleiðis efla Barnahúsið með auknum fjárveitingum og telur koma til greina að skikka dómara til að nota þjónustu þess í dómsmálum sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Það er raunar alveg furðulegt að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, skuli árum saman hafa sniðgengið Barnahúsið ítrekað, þrátt fyrir að það sé löngu orðið öðrum ríkjum fyrirmynd. Þar geta dómarar yfirheyrt börn í öruggu umhverfi, þar sem þeim er látið líða vel og líklegra er en ella að fáist fram raunsönn frásögn af brotum sem þau hafa orðið fyrir. Tillögur nefndarinnar eru gott og jákvætt skref, en það liggur á að fylgja orðum eftir með efndum og auka fjárveitingar til málaflokksins strax á næsta þingi. Skilvirk meðferð kynferðisbrotamála er mikilvægur hluti þess fyrsta verkefnis ríkisvaldsins að gæta öryggis borgaranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kynferðisbrot á Íslandi hefur gjörbreytzt eftir að ljóstrað var upp um ítrekuð og ljót brot barnaníðingsins Karls Vignis í Kastljósi RÚV í upphafi árs. Stíflur þagnar og þöggunar hafa brostið og ótal einstaklingar sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Þetta kemur skýrt fram í þeirri gríðarlegu fjölgun kæra sem lögreglunni berast vegna kynferðisbrota. Í janúar voru þær fjórum sinnum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um leið er greinilegt að margir trúa því ekki að hið opinbera réttargæzlukerfi sé í stakk búið að fást við þessi mál. Margt hefur þó breytzt í þeim efnum. Hert hefur verið á löggjöf um kynferðisbrot á undanförnum árum. Starfsfólk lögreglu, saksóknara og dómstóla er langtum betur að sér um eðli og afleiðingar þessara brota en áður var. Aðstaða til að sinna þolendum kynferðisbrota, til dæmis neyðarmóttaka vegna nauðgana og Barnahúsið, er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Það mun ekki breytast að kynferðisbrotamál eru vandmeðfarnari en mörg önnur, meðal annars vegna þess hvað snúið getur verið að sanna þau. Aukin þekking og skilningur á þeim er þó líkleg til að fjölga sakfellingum og að gerendurnir fái refsingu fyrir brot sín. Það er hins vegar alger frumforsenda þess að fólk hafi trú á kerfinu að það anni þeim málafjölda sem nú er við að eiga. Undanfarna mánuði hefur komið skýrt fram að hvorki lögreglan né embætti saksóknara hafa fé og mannskap til að sinna þeim sem skyldi. Hugsanlegt er að fyrir vikið verði rannsókn sumra mála ekki nægilega vönduð og að í öðrum tilvikum dragist málsmeðferðin úr hömlu. Lögreglan hefur unnið hratt í máli Karls Vignis, sem var ákærður fyrr í vikunni fyrir brot gegn fjórum einstaklingum, en margir tugir mála eru óafgreiddir. Tillögur undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um úrbætur á meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum eru mikilvægt skref í þá átt að fólk geti borið fullt traust til réttargæzlukerfisins. Nefndin segir það sem liggur í augum uppi; að auka þurfi fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og ríkissaksóknaraembættisins til að þessar stofnanir ráði við málafjöldann. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar í kynferðisbrotamálum, meðal annars notkun tálbeitna. Nefndin vill sömuleiðis efla Barnahúsið með auknum fjárveitingum og telur koma til greina að skikka dómara til að nota þjónustu þess í dómsmálum sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Það er raunar alveg furðulegt að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, skuli árum saman hafa sniðgengið Barnahúsið ítrekað, þrátt fyrir að það sé löngu orðið öðrum ríkjum fyrirmynd. Þar geta dómarar yfirheyrt börn í öruggu umhverfi, þar sem þeim er látið líða vel og líklegra er en ella að fáist fram raunsönn frásögn af brotum sem þau hafa orðið fyrir. Tillögur nefndarinnar eru gott og jákvætt skref, en það liggur á að fylgja orðum eftir með efndum og auka fjárveitingar til málaflokksins strax á næsta þingi. Skilvirk meðferð kynferðisbrotamála er mikilvægur hluti þess fyrsta verkefnis ríkisvaldsins að gæta öryggis borgaranna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun