Ísland er ekki Kýpur norðursins Þorkell Sigurlaugsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar sl. var samþykkt tillaga þess efnis að hætta beri viðræðum við Evrópusambandið og ekki taka aftur upp viðræður fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Á landsfundi þar á undan hafði verið samþykkt að gera hlé á viðræðunum og að þær færu ekki aftur af stað fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill munur er á því að hætta viðræðum og gera hlé á þeim. Það er undarleg stefna að slíta viðræðum við Evrópusambandið og ætla svo að kjósa einhvern tíma á fyrri hluta næsta kjörtímabils um það hvort óska eigi aftur eftir viðræðum. Það veikir mjög samningsstöðuna að óska eftir að hefja hugsanlega viðræður að nýju að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrrverandi varaformaður flokksins hefur komið með þá hugmynd að kosið verði samhliða næstu alþingiskosningum.Ólíkar skoðanir Tveir sjálfstæðismenn, þeir Björn Bjarnason, fv. ráðherra menntamála og dómsmála, og Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra, skrifa reglulega greinar og pistla sem ég les með athygli enda reynsla þeirra, þekking og yfirsýn mikil. Björn Bjarnason vill slíta viðræðum við Evrópusambandið og að þjóðin kjósi síðar um það hvort hefja eigi þær á nýjan leik. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar ljúka yfirstandandi viðræðum og ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðuna. Síðastliðinn föstudag, 22. mars, skrifar Björn Bjarnason á vefsíðu sinni: „Það er með ólíkindum að hér berjist menn fyrir að Íslendingar komist að sameiginlegri niðurstöðu með stækkunardeild ESB um aðild að sambandinu til að hljóta sömu stöðu og Kýpur, jafnvel enn meira ósjálfstæði vegna samrunaþróunar innan ESB.“ Tilvitnun lýkur. Á Facebook-síðu sinni sl. sunnudag vitnar Björn í grein eins besta blaðamanns Breta: „Southern Europe lies prostrate before the German imperium.“ „Cyprus is only the first victim of a one-size-must-fit-all policy that is made in Berlin.“Vandi Kýpur Það er mjög óeðlilegt að líkja Kýpur og vandamálum þeirra eitthvað við Ísland. Stærðin skiptir ekki öllu máli og vandi Kýpur er allt annar en Íslendinga. Vandi Kýpur snýst um áhrif fjármagnsflæðis frá Rússum og fleirum, peningaþvætti og skattaskjól. Kýpur hefur verið nokkurs konar fjármálamiðstöð með allt of stórt bankakerfi eins og Ísland var fyrir hrun. Í leiðurum Morgunblaðsins þann 25. og 26. mars er svo gert grín að öllu saman og eins og venjulega gert eins lítið og hægt er úr Evrópusambandinu og farið niður á Ragnar Reykás-plan. Mér finnst ekki við hæfi að fjalla um þessi mál í anda Spaugstofunnar eða Hraðfrétta. Nær væri að upplýsa lesendur um það sem raunverulega er að gerast. Það sem er að gerast á Kýpur hefur verið að gerast á Íslandi undanfarna áratugi, bara undir öðrum formerkjum og með öðrum aðferðum. Verðmæti fjármuna fólks og fasteignir rýrna sífellt og á tímum óðaverðbólgu voru tugir prósenta teknir af innistæðueigendum í bönkum. Með lágum vöxtum á innistæður eða vegna verðbólgu minnka sífellt raunveruleg verðmæti peninga og fasteigna. Við það bætist að verðtryggingin, sem er afleiðing verðbólgu og veikrar myntar, leiðir til sífelldrar eignaupptöku hjá innistæðueigendum í bönkum og til lakari lífskjara.ESB er að breytast Það er ekki óeðlilegt að Evrópusambandið taki á þessum málum á Kýpur alveg eins og við Íslendingar tókum á okkar málum við bankahrunið. Í bankakreppunni á Kýpur eru farnar nýjar leiðir eins og Jeroen Dissjelbloem, fjármálaráðherra Hollands, bendir á. Getur verið að ESB sé eitthvað að horfa til reynslunnar á Íslandi? Getur ekki verið að Íslendingar eigi einhver tækifæri í samningaviðræðunum og að tekið verði tillit til smæðar Íslands og sérstöðu og einnig styrkleika og þekkingar á mörgum sviðum, svo sem í sjávarútvegs- og orkumálum?Enn tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn Ég vil hvetja forystumenn Sjálfstæðisflokksins og alla sem styðja flokkinn að hætta áróðri á annan hvorn veginn um Evrópusambandið og berjast frekar saman fyrir öðrum mikilvægari málum. Auðvitað á ekkert okkar að fara úr flokknum þótt einhver mismunandi sjónarmið séu í Evrópumálum. En það má þá ekki læsa dyrum og hleypa ekki öðrum sjónarmiðum inn. Höldum á lofti þeirri stefnu sem skynsamlegust er, þ.e. að treysta næstu ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn á vonandi aðild að, til að ljúka viðræðunum eftir það hlé sem nú er í gangi og ná fram þeim besta samningi sem kostur er. Það mun styrkja stöðu og valkosti Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Kosningaloforðið á ekki að vera að slíta fyrirvaralaust viðræðum við ESB. Það kemur ekki í veg fyrir að sjálfstæðismenn sem það vilja geti verið þeirrar skoðunar að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Þjóðin á aftur á móti rétt á að fá fram niðurstöðu viðræðnanna og kjósa svo um þá niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar sl. var samþykkt tillaga þess efnis að hætta beri viðræðum við Evrópusambandið og ekki taka aftur upp viðræður fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Á landsfundi þar á undan hafði verið samþykkt að gera hlé á viðræðunum og að þær færu ekki aftur af stað fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill munur er á því að hætta viðræðum og gera hlé á þeim. Það er undarleg stefna að slíta viðræðum við Evrópusambandið og ætla svo að kjósa einhvern tíma á fyrri hluta næsta kjörtímabils um það hvort óska eigi aftur eftir viðræðum. Það veikir mjög samningsstöðuna að óska eftir að hefja hugsanlega viðræður að nýju að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrrverandi varaformaður flokksins hefur komið með þá hugmynd að kosið verði samhliða næstu alþingiskosningum.Ólíkar skoðanir Tveir sjálfstæðismenn, þeir Björn Bjarnason, fv. ráðherra menntamála og dómsmála, og Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra, skrifa reglulega greinar og pistla sem ég les með athygli enda reynsla þeirra, þekking og yfirsýn mikil. Björn Bjarnason vill slíta viðræðum við Evrópusambandið og að þjóðin kjósi síðar um það hvort hefja eigi þær á nýjan leik. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar ljúka yfirstandandi viðræðum og ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðuna. Síðastliðinn föstudag, 22. mars, skrifar Björn Bjarnason á vefsíðu sinni: „Það er með ólíkindum að hér berjist menn fyrir að Íslendingar komist að sameiginlegri niðurstöðu með stækkunardeild ESB um aðild að sambandinu til að hljóta sömu stöðu og Kýpur, jafnvel enn meira ósjálfstæði vegna samrunaþróunar innan ESB.“ Tilvitnun lýkur. Á Facebook-síðu sinni sl. sunnudag vitnar Björn í grein eins besta blaðamanns Breta: „Southern Europe lies prostrate before the German imperium.“ „Cyprus is only the first victim of a one-size-must-fit-all policy that is made in Berlin.“Vandi Kýpur Það er mjög óeðlilegt að líkja Kýpur og vandamálum þeirra eitthvað við Ísland. Stærðin skiptir ekki öllu máli og vandi Kýpur er allt annar en Íslendinga. Vandi Kýpur snýst um áhrif fjármagnsflæðis frá Rússum og fleirum, peningaþvætti og skattaskjól. Kýpur hefur verið nokkurs konar fjármálamiðstöð með allt of stórt bankakerfi eins og Ísland var fyrir hrun. Í leiðurum Morgunblaðsins þann 25. og 26. mars er svo gert grín að öllu saman og eins og venjulega gert eins lítið og hægt er úr Evrópusambandinu og farið niður á Ragnar Reykás-plan. Mér finnst ekki við hæfi að fjalla um þessi mál í anda Spaugstofunnar eða Hraðfrétta. Nær væri að upplýsa lesendur um það sem raunverulega er að gerast. Það sem er að gerast á Kýpur hefur verið að gerast á Íslandi undanfarna áratugi, bara undir öðrum formerkjum og með öðrum aðferðum. Verðmæti fjármuna fólks og fasteignir rýrna sífellt og á tímum óðaverðbólgu voru tugir prósenta teknir af innistæðueigendum í bönkum. Með lágum vöxtum á innistæður eða vegna verðbólgu minnka sífellt raunveruleg verðmæti peninga og fasteigna. Við það bætist að verðtryggingin, sem er afleiðing verðbólgu og veikrar myntar, leiðir til sífelldrar eignaupptöku hjá innistæðueigendum í bönkum og til lakari lífskjara.ESB er að breytast Það er ekki óeðlilegt að Evrópusambandið taki á þessum málum á Kýpur alveg eins og við Íslendingar tókum á okkar málum við bankahrunið. Í bankakreppunni á Kýpur eru farnar nýjar leiðir eins og Jeroen Dissjelbloem, fjármálaráðherra Hollands, bendir á. Getur verið að ESB sé eitthvað að horfa til reynslunnar á Íslandi? Getur ekki verið að Íslendingar eigi einhver tækifæri í samningaviðræðunum og að tekið verði tillit til smæðar Íslands og sérstöðu og einnig styrkleika og þekkingar á mörgum sviðum, svo sem í sjávarútvegs- og orkumálum?Enn tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn Ég vil hvetja forystumenn Sjálfstæðisflokksins og alla sem styðja flokkinn að hætta áróðri á annan hvorn veginn um Evrópusambandið og berjast frekar saman fyrir öðrum mikilvægari málum. Auðvitað á ekkert okkar að fara úr flokknum þótt einhver mismunandi sjónarmið séu í Evrópumálum. En það má þá ekki læsa dyrum og hleypa ekki öðrum sjónarmiðum inn. Höldum á lofti þeirri stefnu sem skynsamlegust er, þ.e. að treysta næstu ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn á vonandi aðild að, til að ljúka viðræðunum eftir það hlé sem nú er í gangi og ná fram þeim besta samningi sem kostur er. Það mun styrkja stöðu og valkosti Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Kosningaloforðið á ekki að vera að slíta fyrirvaralaust viðræðum við ESB. Það kemur ekki í veg fyrir að sjálfstæðismenn sem það vilja geti verið þeirrar skoðunar að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Þjóðin á aftur á móti rétt á að fá fram niðurstöðu viðræðnanna og kjósa svo um þá niðurstöðu.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar