Tókum okkur í gegn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2013 07:00 Rakel Dögg segir að landsliðskonurnar hafi verið óánægðar með gengið á EM og tekið fast á sínum málum eftir mótið. Fréttablaðið/Stefán Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur." Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira