Tókum okkur í gegn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2013 07:00 Rakel Dögg segir að landsliðskonurnar hafi verið óánægðar með gengið á EM og tekið fast á sínum málum eftir mótið. Fréttablaðið/Stefán Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur." Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira