Vilji til að breyta reglunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2013 07:00 ÍBV missti lykilmann skömmu fyrir úrslitakeppni N1-deildar kvenna þar sem að Ivana Mladenovic var hér á landi í leyfisleysi. Fréttablaðið/Vilhelm Ekkert er því til fyrirstöðu að erlendir leikmenn sem eru hér á landi án tilskilinna leyfa geti spilað með íslenskum liðum í bæði handbolta og fótbolta. Það kom í ljós í síðustu viku þegar upp komst um tvo leikmenn hjá ÍBV sem hafa verið hér í allan vetur án atvinnu- og dvalarleyfis. Slík leyfi þurfa allir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Þau Ivana Mladenovic frá Serbíu og Nemanja Malovic frá Svartfjallalandi voru bæði lykilmenn í liðum ÍBV bæði í N1-deild kvenna og 1. deild karla. Mladenovic er farin úr landi en Malovic fer ekki fyrr en á morgun. Unnur Sverrisdóttir er varaforstjóri Vinnumálastofnunar sem sér um að afgreiða atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er afgreitt hjá Útlendingastofnun. Hún segir að þessar stofnanir hafi unnið með íþróttahreyfingunni að undanförnu til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. „Hér áður fyrr voru þessi mál í ágætu horfi en þetta virðist hafa skolast eitthvað til á undanförnum árum. Körfuboltinn er með þetta í fínu lagi hjá sér og það er vilji hjá HSÍ og KSÍ til að bæta úr sínum málum," segir Unnur. KKÍ tók upp nýjar félagaskiptareglur um sumar en ekki er langt síðan að erlendir leikmenn voru fengnir hingað til lands með skömmum fyrirvara og spiluðu jafnvel sama dag og þeir komu til landsins. Það gefur augaleið að á þeim skamma tíma gafst ekki tími til að ganga frá þeim leyfum sem landslög gera kröfur um. „Nú gefum við ekki út leikheimild nema að hafa fengið staðfestingu frá Útlendingastofnun um að viðkomandi sé kominn með dvalar- og atvinnuleyfi," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Hann segir að breytingin hafi reynst vel. „Við vorum búnir að vinna að þessu í tvö ár og við töldum að þetta væri besta niðurstaðan svo að farið yrði eftir lögum," segir hann. Útlendingastofnun gefur sér þriggja mánaða frest til að afgreiða dvalarleyfi þó svo að það sé sjaldgæft að afgreiðsla slíkra leyfa taki svo langan tíma. En Hannes segir að með nýjum reglunum hafi félög þurft að temja sér ákveðin vinnubrögð. „Félögin þurfa að vinna sína heimavinnu og sinna ákveðnum málum áður en viðkomandi leikmaður er fenginn til landsins. Og okkur finnst að heilt yfir hafi þetta gengið vel í körfuboltanum. Við vitum ekki til þess að félög hafi lent í vandræðum vegna þessa," segir Hannes. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segja báðir að það sé vilji innan raða þeirra sambanda til að fara að fordæmi KKÍ. „Ég reikna með að við munum bregðast við þessu líkt og KKÍ hefur gert," segir Þórir en ekki hefur verið ákveðið hvort eglunum verður breytt fyrir Íslandsmótið í sumar. „Stjórn HSÍ mun án nokkurs vafa taka þetta mál fyrir. Við viljum að sjálfsögðu að okkar aðildarfélög fari eftir landslögum," segir Einar. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira
Ekkert er því til fyrirstöðu að erlendir leikmenn sem eru hér á landi án tilskilinna leyfa geti spilað með íslenskum liðum í bæði handbolta og fótbolta. Það kom í ljós í síðustu viku þegar upp komst um tvo leikmenn hjá ÍBV sem hafa verið hér í allan vetur án atvinnu- og dvalarleyfis. Slík leyfi þurfa allir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Þau Ivana Mladenovic frá Serbíu og Nemanja Malovic frá Svartfjallalandi voru bæði lykilmenn í liðum ÍBV bæði í N1-deild kvenna og 1. deild karla. Mladenovic er farin úr landi en Malovic fer ekki fyrr en á morgun. Unnur Sverrisdóttir er varaforstjóri Vinnumálastofnunar sem sér um að afgreiða atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er afgreitt hjá Útlendingastofnun. Hún segir að þessar stofnanir hafi unnið með íþróttahreyfingunni að undanförnu til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. „Hér áður fyrr voru þessi mál í ágætu horfi en þetta virðist hafa skolast eitthvað til á undanförnum árum. Körfuboltinn er með þetta í fínu lagi hjá sér og það er vilji hjá HSÍ og KSÍ til að bæta úr sínum málum," segir Unnur. KKÍ tók upp nýjar félagaskiptareglur um sumar en ekki er langt síðan að erlendir leikmenn voru fengnir hingað til lands með skömmum fyrirvara og spiluðu jafnvel sama dag og þeir komu til landsins. Það gefur augaleið að á þeim skamma tíma gafst ekki tími til að ganga frá þeim leyfum sem landslög gera kröfur um. „Nú gefum við ekki út leikheimild nema að hafa fengið staðfestingu frá Útlendingastofnun um að viðkomandi sé kominn með dvalar- og atvinnuleyfi," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Hann segir að breytingin hafi reynst vel. „Við vorum búnir að vinna að þessu í tvö ár og við töldum að þetta væri besta niðurstaðan svo að farið yrði eftir lögum," segir hann. Útlendingastofnun gefur sér þriggja mánaða frest til að afgreiða dvalarleyfi þó svo að það sé sjaldgæft að afgreiðsla slíkra leyfa taki svo langan tíma. En Hannes segir að með nýjum reglunum hafi félög þurft að temja sér ákveðin vinnubrögð. „Félögin þurfa að vinna sína heimavinnu og sinna ákveðnum málum áður en viðkomandi leikmaður er fenginn til landsins. Og okkur finnst að heilt yfir hafi þetta gengið vel í körfuboltanum. Við vitum ekki til þess að félög hafi lent í vandræðum vegna þessa," segir Hannes. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segja báðir að það sé vilji innan raða þeirra sambanda til að fara að fordæmi KKÍ. „Ég reikna með að við munum bregðast við þessu líkt og KKÍ hefur gert," segir Þórir en ekki hefur verið ákveðið hvort eglunum verður breytt fyrir Íslandsmótið í sumar. „Stjórn HSÍ mun án nokkurs vafa taka þetta mál fyrir. Við viljum að sjálfsögðu að okkar aðildarfélög fari eftir landslögum," segir Einar.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira