Gylliboð og galdralausnir Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar