Nú er nóg komið ! Jóhanna Sigurðardóttir og forsætisráðherra skrifa 8. mars 2013 06:00 Nú er nóg komið er yfirskrift Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, í ár. Nú er nóg komið af ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum, en ofbeldinu má líkja við heimsfaraldur. Talið er að á heimsvísu verði allt að sjö af hverjum tíu konum einhvern tíma fyrir kynbundnu ofbeldi. Um allan heim eru þolendur að rjúfa þögnina og krefjast þess af stjórnvöldum, réttarkerfi og almenningi að ofbeldið verði ekki liðið lengur. Víða hriktir í fúnum stoðum gamalla valdakerfa sem hafa falið ofbeldið og samþykkt það með þögninni. En þótt vandinn sé hrikalegur, sést árangur víða.Kynbundið ofbeldi Á síðustu árum hafa stjórnvöld á Íslandi stigið fjöldamörg skref í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Nauðgunarákvæði hegningarlaga hafa verið hert, fyrningarákvæði vegna tiltekinna kynferðisbrota gegn börnum felld niður, kaup á vændi gerð refsiverð, nektarstöðum úthýst og úrræði lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar hefur verið eflt. Nú stendur yfir þriggja ára átak um vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, en ýmsum verkefnum hefur verið hrint af stað undir merki hennar. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009 hefur runnið sitt skeið og drög að endurskoðaðri áætlun hafa verið kynnt. Svona mætti áfram telja.Kynbundið launamisrétti Nú er nóg komið gæti allt eins verið þema dagsins vegna baráttunnar gegn kynbundnu launamisrétti. Um leið og ætla má að þolinmæði okkar flestra sé þrotin gagnvart því spyr ég mig hvers vegna ekki gangi hraðar að útrýma því. Í október síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun gegn launamun kynjanna með á þriðja tug aðgerða. Margar þeirra eru komnar vel á veg. Stofnaður hefur verið aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þeim hópi er m.a. ætlað að kynna jafnlaunastaðalinn sem fullgerður var í árslok á síðasta ári og ná sátt um hvernig haga beri könnunum á kynbundnum launamun þannig að þær vísi betur veginn til raunverulegra umbóta. Samkvæmt áætluninni mun fræðsla um launajafnrétti kynjanna verða stórefld. Stjórnvöld eru að taka til í eigin ranni, m.a. með svokölluðum jafnlaunaúttektum og átaki til að skilgreina betur hvað teljast málefnalegar forsendur fyrir launasetningu í ríkisgeiranum. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að bregðast þarf við rótgrónu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum, en ná þarf sátt um hvernig standa ber að endurmati á þeim. Kynbundið ofbeldi og launamisrétti er rótgróinn og þrálátur vandi. En þótt baráttan hafi á stundum virst löng og ströng skulum við ekki gleyma því að mikill árangur hefur náðst. Við munum halda henni ótrauð áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er nóg komið er yfirskrift Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, í ár. Nú er nóg komið af ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum, en ofbeldinu má líkja við heimsfaraldur. Talið er að á heimsvísu verði allt að sjö af hverjum tíu konum einhvern tíma fyrir kynbundnu ofbeldi. Um allan heim eru þolendur að rjúfa þögnina og krefjast þess af stjórnvöldum, réttarkerfi og almenningi að ofbeldið verði ekki liðið lengur. Víða hriktir í fúnum stoðum gamalla valdakerfa sem hafa falið ofbeldið og samþykkt það með þögninni. En þótt vandinn sé hrikalegur, sést árangur víða.Kynbundið ofbeldi Á síðustu árum hafa stjórnvöld á Íslandi stigið fjöldamörg skref í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Nauðgunarákvæði hegningarlaga hafa verið hert, fyrningarákvæði vegna tiltekinna kynferðisbrota gegn börnum felld niður, kaup á vændi gerð refsiverð, nektarstöðum úthýst og úrræði lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar hefur verið eflt. Nú stendur yfir þriggja ára átak um vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, en ýmsum verkefnum hefur verið hrint af stað undir merki hennar. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009 hefur runnið sitt skeið og drög að endurskoðaðri áætlun hafa verið kynnt. Svona mætti áfram telja.Kynbundið launamisrétti Nú er nóg komið gæti allt eins verið þema dagsins vegna baráttunnar gegn kynbundnu launamisrétti. Um leið og ætla má að þolinmæði okkar flestra sé þrotin gagnvart því spyr ég mig hvers vegna ekki gangi hraðar að útrýma því. Í október síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun gegn launamun kynjanna með á þriðja tug aðgerða. Margar þeirra eru komnar vel á veg. Stofnaður hefur verið aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þeim hópi er m.a. ætlað að kynna jafnlaunastaðalinn sem fullgerður var í árslok á síðasta ári og ná sátt um hvernig haga beri könnunum á kynbundnum launamun þannig að þær vísi betur veginn til raunverulegra umbóta. Samkvæmt áætluninni mun fræðsla um launajafnrétti kynjanna verða stórefld. Stjórnvöld eru að taka til í eigin ranni, m.a. með svokölluðum jafnlaunaúttektum og átaki til að skilgreina betur hvað teljast málefnalegar forsendur fyrir launasetningu í ríkisgeiranum. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að bregðast þarf við rótgrónu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum, en ná þarf sátt um hvernig standa ber að endurmati á þeim. Kynbundið ofbeldi og launamisrétti er rótgróinn og þrálátur vandi. En þótt baráttan hafi á stundum virst löng og ströng skulum við ekki gleyma því að mikill árangur hefur náðst. Við munum halda henni ótrauð áfram.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar