Útilokar ekki launakerfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk 23. febrúar 2013 09:00 Katrín segir að núverandi styrkir fyrir íslenska afreksíþróttafólk séu tiltölulega lágir. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín. Innlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín.
Innlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira