Útilokar ekki launakerfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk 23. febrúar 2013 09:00 Katrín segir að núverandi styrkir fyrir íslenska afreksíþróttafólk séu tiltölulega lágir. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín. Innlendar Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín.
Innlendar Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira