Inneignarnóta innanlands Pawel Bartoszek skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjölbreyttara vöruúrval í Hagkaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast.Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Matador-peningar" af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands". Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignarnótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðrastyrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksluðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum:„Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000.10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús.Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr." Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega söluverðið er væntanlega lægra.Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjárfestingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögulegu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekningu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitthvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjaldmiðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslistanum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera" þegar „réttar aðstæður skapast". Og ef það er ekki tímabært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr" eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjölbreyttara vöruúrval í Hagkaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast.Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Matador-peningar" af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands". Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignarnótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðrastyrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksluðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum:„Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000.10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús.Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr." Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega söluverðið er væntanlega lægra.Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjárfestingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögulegu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekningu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitthvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjaldmiðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslistanum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera" þegar „réttar aðstæður skapast". Og ef það er ekki tímabært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr" eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun