Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Orðspor og traust endurheimt Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Orðspor Íslands í samfélagi þjóðanna var ágætt fram að hruni. Allt breyttist þetta á svipstundu með falli bankanna. Ekki bætti úr skák að bresk stjórnvöld beittu umdeildum ákvæðum laga um varnir gegn hryðjuverkum til að frysta eigur íslenskra banka í Bretlandi og verja þannig sína hagsmuni. Lánshæfismat ríkissjóðs féll eins og steinn. Skuldatryggingaálag rauk upp úr öllu valdi. Stjórnvöld áttu á hættu að lenda í útistöðum við umheiminn vegna setningar neyðarlaga og gjaldeyrishafta, meðal annars með tilliti til EES-samningsins. Upp hófust erfiðar og flóknar milliríkjadeilur við Breta og Hollendinga um það hvort íslenska ríkið hefði fullgilt og fylgt með réttum hætti tilskipun ESB um innstæðutryggingar og bæri þar af leiðandi ábyrgð á almennum lágmarksinnstæðum erlendis. Auk þess voru stjórnvöld sökuð um að hafa mismunað innstæðueigendum eftir þjóðerni. Hratt og örugglega lokuðust flest sund Íslands á lána- og gjaldeyrismarkaði. Íslensk fyrirtæki voru krafin um staðgreiðslu og fáu treyst sem frá Íslandi kom. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009. Þá blasti við að ómældum tíma og fé yrði að verja til þess að endurheimta lánstraust þjóðarinnar og orðspor. Samningar höfðu tekist um endurreisn í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem greiða skyldi út nauðsynleg gjaldeyrislán með reglulegu millibili að fullnægðum tilteknum skilyrðum. Færeyingar voru fyrsta þjóðin sem veitti Íslendingum lán eftir hrunið í október 2008 og greiddi íslenska ríkið lánið upp í árslok í fyrra. Frændur vorir á Norðurlöndum sáu aumur á okkur, sumir fullir efasemda, og samþykktu stórfelldar lánveitingar. Það á líka við um Pólland. Nú hafa verið endurgreiddir 227 milljarðar króna af lánum frá AGS og Norðurlöndunum eða sem nemur 50–60 prósentum af upphaflegum lánum og fyrirliggjandi er ósk íslenskra stjórnvalda um lækkun vaxta á því sem eftir stendur. Allt er þetta gert til að draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs og efla traust á Íslandi.Við reynum að semja Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir berum orðum að meðal meginverkefna á næstu árum verði að endurheimta orðspor Íslands á alþjóðavettvangi og byggja upp ímynd lands og þjóðar. Langvinnri þrautagöngu er lokið með sigri í Icesave-málinu. Ábyrgir stjórnmálamenn vita að nauðsynlegt var að setjast að samningaborði í deilum við erlendar þjóðir eins og ástatt var fyrstu mánuðina eftir bankahrunið. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, orðar þetta svo í merkri grein sinni að loknu Icesave-málinu: „Hvaða íslensk ríkisstjórn sem væri hefði reynt að semja og reynt að halda málinu áfram í viðræðuferli – líka Sigmundur Davíð ef hann hefði verið ráðherra við þær aðstæður sem þá ríktu.“ Sigurinn í Icesave-málinu og fleira hefur jákvæð áhrif á stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Ríkissjóður hefur í tvígang á undanförnum misserum sótt sér fé á erlenda lánsfjármálamarkaði, samtals 240 milljarða króna, og þar með fengið staðfest að aðgengi að erlendu lánsfé hefur verið endurheimt. Skuldatryggingarálag er nú hið lægsta sem um getur frá því fyrir hrun og alþjóðleg matsfyrirtæki, Fitch og Moodys, hafa hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og breytt horfum úr óstöðugum í stöðugar.ESB – kosið um aðildarsamning Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er eitt stærsta og umdeildasta verkefnið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók sér fyrir hendur í upphafi. Eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafa miklar breytingar orðið á undanförnum árum á sviði utanríkis- og öryggismála. Þær breytingar ná einnig til viðskipta, stjórnmála og umhverfismála og kalla á nýja sýn og nýja nálgun í utanríkismálum. Liður í nýrri nálgun fólst í því að sækja um aðild að ESB og hefja samningaviðræður og leggja síðan fullbúinn samning í dóm þjóðarinnar. Frá upphafi hefur legið fyrir að stjórnarflokkarnir virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart ESB. Aðild að ESB leysir ekki öll vandamál. En hún er að minni hyggju nærtækasta leiðin í átt að stöðugleika í efnahagsmálum og betri lífskjörum á Íslandi sem fælust meðal annars í lækkun vaxta og verðlags. Aðild er einnig nærtæk leið til að auka stöðugleika, stuðla að afnámi verðtryggingar og gjaldeyrishafta og veikleikum krónunnar sem Seðlabankinn telur uppsprettu sveiflna. Við höfum ekkert að óttast og ættum að fagna því að geta í fyllingu tímans kynnt okkur efni aðildarsamnings og tekið afstöðu til hans í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna Íslands á sviði utanríkisviðskipta hefur um árabil snúið að því að opna viðskiptatækifæri og leiðir fyrir íslenskan útflutning, vörur og þjónustu, með því að treysta og byggja upp net fríverslunarsamninga og viðskiptasamninga víða um heim. Nú þegar er Ísland aðili að 24 fríverslunarsamningum, sem ná til 33 ríkja með öðrum EFTA-ríkjum og viðræður eru í gangi við meira en tug ríkja til viðbótar. Ísland hefur einnig gert víðtækan fríverslunarsamning við Færeyjar. Fríverslunarviðræður Íslands og Kína eru einnig langt komnar. Í heimsókn forsætisráðherra Kína til Íslands í apríl 2012 var sammælst um setja aukinn kraft í að ljúka samningaferlinu, sem staðið hefur frá árinu 2007.Lítum stolt um öxl Þótt efnahagsleg uppbygging sé nær ávallt í forgrunni er mikilsvert að stjórnvöld missi ekki sjónar á öðrum undirstöðuatriðum er varða mannréttindi og mannleg kjör hvar sem er og hvenær sem er. Mikil samstaða ríkti á Alþingi um liðlega milljarðs króna hækkun á fjárframlögum til þróunarmála á fjárlögum þessa árs. Hækkunin er liður í því að ná því marki að 0,7% þjóðarteknanna renni til þróunarmála á árinu 2019. Náist það mun Ísland skipa sér í fremstu röð í þróunarmálum á alþjóðavettvangi. Stærsta verkefni á sviði þróunarsamvinnu sem Ísland hefur nokkru sinni ráðist í hófst á síðasta ári þegar Ísland var útnefnt sem aðalsamstarfsþjóð Alþjóðabankans um jarðhitanýtingu í þrettán Afríkuríkjum. Nú er á annað ár liðið síðan utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu staðfestu stjórnmálasamband milli þjóðanna. Áður hafði Alþingi, að tillögu utanríkisráðherra, samþykkt að Palestína yrði viðurkennd sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Ríkisstjórnin hefur stutt sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna og var meðflytjandi að tillögu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þess efnis að Palestína fengi þar stöðu áheyrnarríkis. Sú tillaga var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á þingi SÞ síðastliðið haust. Ég tel að bærilega hafi tekist til við að endurreisa orðspor Íslands í kjölfar hrunsins. Velgengni okkar á ýmsum sviðum efnahagslífsins og áhersla á velferð og jöfnuð á skeiði uppbyggingarinnar hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Við getum litið stolt um öxl þótt enn sé verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Orðspor Íslands í samfélagi þjóðanna var ágætt fram að hruni. Allt breyttist þetta á svipstundu með falli bankanna. Ekki bætti úr skák að bresk stjórnvöld beittu umdeildum ákvæðum laga um varnir gegn hryðjuverkum til að frysta eigur íslenskra banka í Bretlandi og verja þannig sína hagsmuni. Lánshæfismat ríkissjóðs féll eins og steinn. Skuldatryggingaálag rauk upp úr öllu valdi. Stjórnvöld áttu á hættu að lenda í útistöðum við umheiminn vegna setningar neyðarlaga og gjaldeyrishafta, meðal annars með tilliti til EES-samningsins. Upp hófust erfiðar og flóknar milliríkjadeilur við Breta og Hollendinga um það hvort íslenska ríkið hefði fullgilt og fylgt með réttum hætti tilskipun ESB um innstæðutryggingar og bæri þar af leiðandi ábyrgð á almennum lágmarksinnstæðum erlendis. Auk þess voru stjórnvöld sökuð um að hafa mismunað innstæðueigendum eftir þjóðerni. Hratt og örugglega lokuðust flest sund Íslands á lána- og gjaldeyrismarkaði. Íslensk fyrirtæki voru krafin um staðgreiðslu og fáu treyst sem frá Íslandi kom. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009. Þá blasti við að ómældum tíma og fé yrði að verja til þess að endurheimta lánstraust þjóðarinnar og orðspor. Samningar höfðu tekist um endurreisn í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem greiða skyldi út nauðsynleg gjaldeyrislán með reglulegu millibili að fullnægðum tilteknum skilyrðum. Færeyingar voru fyrsta þjóðin sem veitti Íslendingum lán eftir hrunið í október 2008 og greiddi íslenska ríkið lánið upp í árslok í fyrra. Frændur vorir á Norðurlöndum sáu aumur á okkur, sumir fullir efasemda, og samþykktu stórfelldar lánveitingar. Það á líka við um Pólland. Nú hafa verið endurgreiddir 227 milljarðar króna af lánum frá AGS og Norðurlöndunum eða sem nemur 50–60 prósentum af upphaflegum lánum og fyrirliggjandi er ósk íslenskra stjórnvalda um lækkun vaxta á því sem eftir stendur. Allt er þetta gert til að draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs og efla traust á Íslandi.Við reynum að semja Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir berum orðum að meðal meginverkefna á næstu árum verði að endurheimta orðspor Íslands á alþjóðavettvangi og byggja upp ímynd lands og þjóðar. Langvinnri þrautagöngu er lokið með sigri í Icesave-málinu. Ábyrgir stjórnmálamenn vita að nauðsynlegt var að setjast að samningaborði í deilum við erlendar þjóðir eins og ástatt var fyrstu mánuðina eftir bankahrunið. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, orðar þetta svo í merkri grein sinni að loknu Icesave-málinu: „Hvaða íslensk ríkisstjórn sem væri hefði reynt að semja og reynt að halda málinu áfram í viðræðuferli – líka Sigmundur Davíð ef hann hefði verið ráðherra við þær aðstæður sem þá ríktu.“ Sigurinn í Icesave-málinu og fleira hefur jákvæð áhrif á stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Ríkissjóður hefur í tvígang á undanförnum misserum sótt sér fé á erlenda lánsfjármálamarkaði, samtals 240 milljarða króna, og þar með fengið staðfest að aðgengi að erlendu lánsfé hefur verið endurheimt. Skuldatryggingarálag er nú hið lægsta sem um getur frá því fyrir hrun og alþjóðleg matsfyrirtæki, Fitch og Moodys, hafa hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og breytt horfum úr óstöðugum í stöðugar.ESB – kosið um aðildarsamning Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er eitt stærsta og umdeildasta verkefnið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók sér fyrir hendur í upphafi. Eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafa miklar breytingar orðið á undanförnum árum á sviði utanríkis- og öryggismála. Þær breytingar ná einnig til viðskipta, stjórnmála og umhverfismála og kalla á nýja sýn og nýja nálgun í utanríkismálum. Liður í nýrri nálgun fólst í því að sækja um aðild að ESB og hefja samningaviðræður og leggja síðan fullbúinn samning í dóm þjóðarinnar. Frá upphafi hefur legið fyrir að stjórnarflokkarnir virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart ESB. Aðild að ESB leysir ekki öll vandamál. En hún er að minni hyggju nærtækasta leiðin í átt að stöðugleika í efnahagsmálum og betri lífskjörum á Íslandi sem fælust meðal annars í lækkun vaxta og verðlags. Aðild er einnig nærtæk leið til að auka stöðugleika, stuðla að afnámi verðtryggingar og gjaldeyrishafta og veikleikum krónunnar sem Seðlabankinn telur uppsprettu sveiflna. Við höfum ekkert að óttast og ættum að fagna því að geta í fyllingu tímans kynnt okkur efni aðildarsamnings og tekið afstöðu til hans í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna Íslands á sviði utanríkisviðskipta hefur um árabil snúið að því að opna viðskiptatækifæri og leiðir fyrir íslenskan útflutning, vörur og þjónustu, með því að treysta og byggja upp net fríverslunarsamninga og viðskiptasamninga víða um heim. Nú þegar er Ísland aðili að 24 fríverslunarsamningum, sem ná til 33 ríkja með öðrum EFTA-ríkjum og viðræður eru í gangi við meira en tug ríkja til viðbótar. Ísland hefur einnig gert víðtækan fríverslunarsamning við Færeyjar. Fríverslunarviðræður Íslands og Kína eru einnig langt komnar. Í heimsókn forsætisráðherra Kína til Íslands í apríl 2012 var sammælst um setja aukinn kraft í að ljúka samningaferlinu, sem staðið hefur frá árinu 2007.Lítum stolt um öxl Þótt efnahagsleg uppbygging sé nær ávallt í forgrunni er mikilsvert að stjórnvöld missi ekki sjónar á öðrum undirstöðuatriðum er varða mannréttindi og mannleg kjör hvar sem er og hvenær sem er. Mikil samstaða ríkti á Alþingi um liðlega milljarðs króna hækkun á fjárframlögum til þróunarmála á fjárlögum þessa árs. Hækkunin er liður í því að ná því marki að 0,7% þjóðarteknanna renni til þróunarmála á árinu 2019. Náist það mun Ísland skipa sér í fremstu röð í þróunarmálum á alþjóðavettvangi. Stærsta verkefni á sviði þróunarsamvinnu sem Ísland hefur nokkru sinni ráðist í hófst á síðasta ári þegar Ísland var útnefnt sem aðalsamstarfsþjóð Alþjóðabankans um jarðhitanýtingu í þrettán Afríkuríkjum. Nú er á annað ár liðið síðan utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu staðfestu stjórnmálasamband milli þjóðanna. Áður hafði Alþingi, að tillögu utanríkisráðherra, samþykkt að Palestína yrði viðurkennd sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Ríkisstjórnin hefur stutt sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna og var meðflytjandi að tillögu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þess efnis að Palestína fengi þar stöðu áheyrnarríkis. Sú tillaga var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á þingi SÞ síðastliðið haust. Ég tel að bærilega hafi tekist til við að endurreisa orðspor Íslands í kjölfar hrunsins. Velgengni okkar á ýmsum sviðum efnahagslífsins og áhersla á velferð og jöfnuð á skeiði uppbyggingarinnar hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Við getum litið stolt um öxl þótt enn sé verk að vinna.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun