Gamlir uppvakningar og ríkisfjármál Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Þegar kosningar nálgast er mikilvægt að gera sér grein fyrir valkostunum. Í umræðunni um ríkisfjármál og tekjuöflun ríkissjóðs hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt ríkisstjórnina stöðugt með elstu klisjum sem menn muna og reynst einstaklega hugmyndasnauð. Auðvitað er aldrei minnst á að við höfum vermt 16. sæti meðal OECD-landa hvað skattbyrði varðar en trónum ekki á toppnum eins og ætla mætti, né að skattbyrði hér er sú lægsta á Norðurlöndunum. Nei, klisjan um skattpíninguna er flutt aftur og aftur og svo eintóna að það glitti í langþráðan lit þegar annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði um ?skattkrumlu? ríkisstjórnarinnar fyrir skemmstu á heimasíðu flokksins og framkvæmdastýra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um vonda skattastefnu ríkisstjórnarinnar með yfirskriftinni ?Skattland?.Nýjar hugmyndir? Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fólk og fyrirtæki vilji borga lægri skatta. En um leið skortir ekki hugmyndir um verkefni fyrir ríkissjóð eða umræðu um fjársveltar ríkisstofnanir og loforð um betri tíð með blóm í haga. Og stjórnarandstaðan, sem ætlar að gera allt það og líka lækka skatta, hvaða hugmyndir setur hún fram um tekjuöflun ríkissjóðs? Varavaraformaðurinn Kristján Þór Júlíusson segir að ríkissjóður eigi að afla tekna með því að lækka skatta og efla þannig atvinnulífið. Sama atvinnulíf og lognaðist nánast út af eftir ein verstu hagstjórnarmistök vestrænnar ríkisstjórnar síðari tíma þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt um stjórn ríkisfjármála og réði umgjörð viðskipta- og efnahagslífsins um áratugaskeið. Í ljósi þess er ekki furða að Kristján og félagar tali mjög almennt um skattalækkanir. Skýri ekki hvernig á að hækka lægstu launin um leið og ríkissjóður á að missa spón úr nærri galtómum aski með lækkun skatta. Á markaðurinn kannski að sjá um lægstu launin? Það er auðvelt að lofa öllu fögru en hvar er raunsæið? Umræða um ríkissjóð og tekjuöflun hans verður að vera ábyrg. Án innantómra loforða og frjálslegra staðreynda. Því miður fylgja hvorki Kristján né Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastýra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, þessu. Hún fullyrðir ranglega í grein sinni að efsta tekjuskattsþrepið sé 58% þegar lífeyrissjóðsiðgjöld séu tekin með. Hið rétta er að lífeyrissjóðsiðgjöld eru, eins og vonandi allir launþegar vita, 4% og eru hvorki skattur eða álögur af hálfu ríkis eða sveitarfélaga. Efsta tekjuskattsþrepið er 46,22% af mánaðartekjum hærri en 739.509 en ekki 704.367 kr. eins og segir í grein hennar. Ef prósentutalan er hærri á að leita réttar síns. Þórey skrifar líka um þær fjölmörgu breytingar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar sem ekki verið í þágu fjölskylda eða fyrirtækja í landinu. Þó á hún að vita að skattbyrði 60% heimila á landinu er nú lægri en á velmektarárum Sjálfstæðisflokksins á aðventu hrunsins. Eitt er að vera á móti skattbreytingum, annað að fullyrða að andstæðingurinn leggi fæð á allar fjölskyldur og öll fyrirtæki í landinu. Hvers konar málstað þarf að verja með svona tali? Það hafa verið gerðar breytingar á skattkerfinu en þær hafa gert skattkerfið réttlátara og endurúthlutað tekjum með sanngjarnari hætti en áður. Hin leiðin, sem félagar Þóreyjar hefðu farið og munu fara ef þau geta, er að draga frekar úr útgjöldum með enn sársaukafyllri niðurskurði í velferðar- og menntakerfinu. Eru annars aðrar hugmyndir á sveimi frá þeim?Jöfnuður í stað misskiptingar Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingar á skattkerfinu hafi ekki verið í þágu fjölskyldna í landinu. Það er hagur allra heimila í landinu að ríkissjóður afli tekna með sanngjörnum hætti til að samfélag okkar virki sem skyldi. Og ég spyr á móti, var skattkerfið hér fyrir hrun í þágu allra fjölskyldna í landinu eða bara örfárra? Svarið er skýrt. Nýjar rannsóknir Stefáns Ólafssonar prófessors og Arnaldar Sölva Kristjánssonar, sérfræðings við HÍ, á þróun tekjuskiptingar hér á landi sýna ótvírætt að hún var ójafnari frá 1995 til 2007. Alþjóðlegur samanburður sýnir að umfang ójafnaðarins var hér óvenjumikill á alþjóðavísu frá 1995. Ójöfnuðurinn óx mest þegar allar tekjur eru meðtaldar (ráðstöfunartekjur eftir skatt) en einnig mikið þó fjármagnstekjum sé sleppt að hluta eða alveg. Skattastefna stjórnvalda á tímabilinu fyrir efnahagshrunið jók því ójöfnuð með umtalsverðum hætti. Íhugum andartak hverjir voru þá við völd. Hvers vegna ættum við skattborgarar að vilja færa skattkerfið aftur til þess tíma?Nýjar leiðir Á árinu 2008 til 2010 snerist þróunin við og tekjuskiptingin varð aftur mun jafnari. Að sjálfsögðu skiptir þar miklu að háar tekjur í bankakerfinu og í viðskiptalífinu drógust saman. En ekki skipta minna máli þær mikilvægu og réttlátu breytingar sem gerðar voru á skattkerfinu í tíð Steingríms J. Sigfússonar sem fjármálaráðherra. Þá var skattbyrðinni dreift hlutfallslega meira á þá tekjuhærri en áður og minnkuð á þá tekjulægri. Til viðbótar hefur bótakerfið verið markvisst notað í þágu fjölskyldna í landinu, samanber hækkun barnabóta. Þetta tvennt er dæmi um ábyrga stjórn ríkisfjármála í þágu okkar allra og að það skiptir máli hvernig tekna er aflað. En ekki síður hvernig þeim er ráðstafað og af hverjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar kosningar nálgast er mikilvægt að gera sér grein fyrir valkostunum. Í umræðunni um ríkisfjármál og tekjuöflun ríkissjóðs hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt ríkisstjórnina stöðugt með elstu klisjum sem menn muna og reynst einstaklega hugmyndasnauð. Auðvitað er aldrei minnst á að við höfum vermt 16. sæti meðal OECD-landa hvað skattbyrði varðar en trónum ekki á toppnum eins og ætla mætti, né að skattbyrði hér er sú lægsta á Norðurlöndunum. Nei, klisjan um skattpíninguna er flutt aftur og aftur og svo eintóna að það glitti í langþráðan lit þegar annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði um ?skattkrumlu? ríkisstjórnarinnar fyrir skemmstu á heimasíðu flokksins og framkvæmdastýra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um vonda skattastefnu ríkisstjórnarinnar með yfirskriftinni ?Skattland?.Nýjar hugmyndir? Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fólk og fyrirtæki vilji borga lægri skatta. En um leið skortir ekki hugmyndir um verkefni fyrir ríkissjóð eða umræðu um fjársveltar ríkisstofnanir og loforð um betri tíð með blóm í haga. Og stjórnarandstaðan, sem ætlar að gera allt það og líka lækka skatta, hvaða hugmyndir setur hún fram um tekjuöflun ríkissjóðs? Varavaraformaðurinn Kristján Þór Júlíusson segir að ríkissjóður eigi að afla tekna með því að lækka skatta og efla þannig atvinnulífið. Sama atvinnulíf og lognaðist nánast út af eftir ein verstu hagstjórnarmistök vestrænnar ríkisstjórnar síðari tíma þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt um stjórn ríkisfjármála og réði umgjörð viðskipta- og efnahagslífsins um áratugaskeið. Í ljósi þess er ekki furða að Kristján og félagar tali mjög almennt um skattalækkanir. Skýri ekki hvernig á að hækka lægstu launin um leið og ríkissjóður á að missa spón úr nærri galtómum aski með lækkun skatta. Á markaðurinn kannski að sjá um lægstu launin? Það er auðvelt að lofa öllu fögru en hvar er raunsæið? Umræða um ríkissjóð og tekjuöflun hans verður að vera ábyrg. Án innantómra loforða og frjálslegra staðreynda. Því miður fylgja hvorki Kristján né Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastýra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, þessu. Hún fullyrðir ranglega í grein sinni að efsta tekjuskattsþrepið sé 58% þegar lífeyrissjóðsiðgjöld séu tekin með. Hið rétta er að lífeyrissjóðsiðgjöld eru, eins og vonandi allir launþegar vita, 4% og eru hvorki skattur eða álögur af hálfu ríkis eða sveitarfélaga. Efsta tekjuskattsþrepið er 46,22% af mánaðartekjum hærri en 739.509 en ekki 704.367 kr. eins og segir í grein hennar. Ef prósentutalan er hærri á að leita réttar síns. Þórey skrifar líka um þær fjölmörgu breytingar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar sem ekki verið í þágu fjölskylda eða fyrirtækja í landinu. Þó á hún að vita að skattbyrði 60% heimila á landinu er nú lægri en á velmektarárum Sjálfstæðisflokksins á aðventu hrunsins. Eitt er að vera á móti skattbreytingum, annað að fullyrða að andstæðingurinn leggi fæð á allar fjölskyldur og öll fyrirtæki í landinu. Hvers konar málstað þarf að verja með svona tali? Það hafa verið gerðar breytingar á skattkerfinu en þær hafa gert skattkerfið réttlátara og endurúthlutað tekjum með sanngjarnari hætti en áður. Hin leiðin, sem félagar Þóreyjar hefðu farið og munu fara ef þau geta, er að draga frekar úr útgjöldum með enn sársaukafyllri niðurskurði í velferðar- og menntakerfinu. Eru annars aðrar hugmyndir á sveimi frá þeim?Jöfnuður í stað misskiptingar Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingar á skattkerfinu hafi ekki verið í þágu fjölskyldna í landinu. Það er hagur allra heimila í landinu að ríkissjóður afli tekna með sanngjörnum hætti til að samfélag okkar virki sem skyldi. Og ég spyr á móti, var skattkerfið hér fyrir hrun í þágu allra fjölskyldna í landinu eða bara örfárra? Svarið er skýrt. Nýjar rannsóknir Stefáns Ólafssonar prófessors og Arnaldar Sölva Kristjánssonar, sérfræðings við HÍ, á þróun tekjuskiptingar hér á landi sýna ótvírætt að hún var ójafnari frá 1995 til 2007. Alþjóðlegur samanburður sýnir að umfang ójafnaðarins var hér óvenjumikill á alþjóðavísu frá 1995. Ójöfnuðurinn óx mest þegar allar tekjur eru meðtaldar (ráðstöfunartekjur eftir skatt) en einnig mikið þó fjármagnstekjum sé sleppt að hluta eða alveg. Skattastefna stjórnvalda á tímabilinu fyrir efnahagshrunið jók því ójöfnuð með umtalsverðum hætti. Íhugum andartak hverjir voru þá við völd. Hvers vegna ættum við skattborgarar að vilja færa skattkerfið aftur til þess tíma?Nýjar leiðir Á árinu 2008 til 2010 snerist þróunin við og tekjuskiptingin varð aftur mun jafnari. Að sjálfsögðu skiptir þar miklu að háar tekjur í bankakerfinu og í viðskiptalífinu drógust saman. En ekki skipta minna máli þær mikilvægu og réttlátu breytingar sem gerðar voru á skattkerfinu í tíð Steingríms J. Sigfússonar sem fjármálaráðherra. Þá var skattbyrðinni dreift hlutfallslega meira á þá tekjuhærri en áður og minnkuð á þá tekjulægri. Til viðbótar hefur bótakerfið verið markvisst notað í þágu fjölskyldna í landinu, samanber hækkun barnabóta. Þetta tvennt er dæmi um ábyrga stjórn ríkisfjármála í þágu okkar allra og að það skiptir máli hvernig tekna er aflað. En ekki síður hvernig þeim er ráðstafað og af hverjum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun