Fleiri konur við stjórnvölinn Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Lögin voru sett árið 2010 og eru að nokkru leyti sniðin að norskri fyrirmynd. Ástæða lagasetningarinnar er einföld; hlutur kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi hefur aukist allt of hægt. Ekki er um að kenna skorti á hæfum og vel menntuðum konum til slíkra starfa. Þvert á móti útskrifast nú fleiri konur en karlar með háskólapróf í flestum greinum sem stjórnendur koma almennt úr. Ójafnt kynjahlutfall á þessu sviði sem fleirum er birtingarmynd þess sem enn er óunnið í jafnréttisbaráttunni, íhaldssemi og skorts á fagmennsku og metnaðar í trénuðu andrúmslofti feðraveldisins.Virkjum mannauðinn allan Reynslan sýnir að betri árangur næst í fyrirtækjarekstri eftir því sem kynjahlutföll eru jafnari í stjórnum og stjórnendastöðum. Reyndar því betri eftir því sem konur eru fleiri, andinn á vinnustað er heilbrigðari og vinnan skemmtilegri. Gott samstarf hefur verið um undirbúning gildistöku laganna milli stjórnvalda, viðskiptalífsins og aðila eins og Félags kvenna í atvinnulífinu.Tími til aðgerða Fram undan eru aðalfundir fyrirtækja, þeir síðustu áður en lögin taka gildi. Hér með er skorað á alla viðkomandi að gera það sem til þarf til að ákvæði laganna um minnst 40% af hvoru kyni í stjórn verði að fullu virt frá fyrsta degi. Einnig er ástæða til að senda hvatningu um hið sama til þeirra sem enn eru ekki bundnir af ákvæðum laganna. Það á við um minni fyrirtæki og stjórnir þeirra, hagsmunasamtök o.s.frv. Það er sannfæring undirritaðs að ekki aðeins sé með þessu stigið afar gagnlegt skref í jafnréttisátt og í átt til betri reksturs og eðlilegri aðstæðna í íslensku viðskiptalífi, heldur muni aukið jafnrétti á þessu sviði einnig hafa afleidd og jákvæð áhrif í jafnréttisbaráttunni að öðru leyti. Má þar nefna baráttu gegn kynbundnum launamun og gegn úreltum staðalímyndum um kynin og kynjahlutverk. Til hamingju með þetta skref og tryggjum glæsilega gildistöku nýrra laga 1. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Lögin voru sett árið 2010 og eru að nokkru leyti sniðin að norskri fyrirmynd. Ástæða lagasetningarinnar er einföld; hlutur kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi hefur aukist allt of hægt. Ekki er um að kenna skorti á hæfum og vel menntuðum konum til slíkra starfa. Þvert á móti útskrifast nú fleiri konur en karlar með háskólapróf í flestum greinum sem stjórnendur koma almennt úr. Ójafnt kynjahlutfall á þessu sviði sem fleirum er birtingarmynd þess sem enn er óunnið í jafnréttisbaráttunni, íhaldssemi og skorts á fagmennsku og metnaðar í trénuðu andrúmslofti feðraveldisins.Virkjum mannauðinn allan Reynslan sýnir að betri árangur næst í fyrirtækjarekstri eftir því sem kynjahlutföll eru jafnari í stjórnum og stjórnendastöðum. Reyndar því betri eftir því sem konur eru fleiri, andinn á vinnustað er heilbrigðari og vinnan skemmtilegri. Gott samstarf hefur verið um undirbúning gildistöku laganna milli stjórnvalda, viðskiptalífsins og aðila eins og Félags kvenna í atvinnulífinu.Tími til aðgerða Fram undan eru aðalfundir fyrirtækja, þeir síðustu áður en lögin taka gildi. Hér með er skorað á alla viðkomandi að gera það sem til þarf til að ákvæði laganna um minnst 40% af hvoru kyni í stjórn verði að fullu virt frá fyrsta degi. Einnig er ástæða til að senda hvatningu um hið sama til þeirra sem enn eru ekki bundnir af ákvæðum laganna. Það á við um minni fyrirtæki og stjórnir þeirra, hagsmunasamtök o.s.frv. Það er sannfæring undirritaðs að ekki aðeins sé með þessu stigið afar gagnlegt skref í jafnréttisátt og í átt til betri reksturs og eðlilegri aðstæðna í íslensku viðskiptalífi, heldur muni aukið jafnrétti á þessu sviði einnig hafa afleidd og jákvæð áhrif í jafnréttisbaráttunni að öðru leyti. Má þar nefna baráttu gegn kynbundnum launamun og gegn úreltum staðalímyndum um kynin og kynjahlutverk. Til hamingju með þetta skref og tryggjum glæsilega gildistöku nýrra laga 1. september næstkomandi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun