Endurnýja þarf stjórnsýsluna Haukur Arnþórsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is). Gögnin sýna að forsendur hennar (menntun, fjarskipti o.fl.) mælast mjög ákjósanlegar eða svipaðar og hjá hinum norrænu ríkjunum og almenningur notar netið meira en aðrir og hefur óskað eftir aukinni rafrænni þjónustu um árabil. Þá nýta Íslendingar sér félagsmiðla meira en aðrar þjóðir og virðast reiðubúnir til þess að taka þátt í gagnvirkum samskiptum við yfirvöld um eigin málefni og málefni samfélagsins. Að þessu leyti er staðan afar góð og Ísland gæti tekið sér leiðandi stöðu á heimsvísu. Staða rafrænnar stjórnsýslu Hins vegar sýna gögnin að rafræn stjórnsýsla ríkisins er á heildina litið ófullburða og á þróunarstigi sem hefði þótt gott um síðustu aldamót. Hún er verulega styttra komin en hjá hinum norrænu þjóðunum, í öftustu röð meðal Evrópuríkja og jafnvel aftarlega í ríkjahópi Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Þetta á bæði við um stöðu og umfang einstakra þjónustuþátta og þróunarstig þjónustunnar, sem mælir einkum samþættingu og samráð við almenning. Ójafnvægið milli framboðs á rafrænni stjórnsýslu og eftirspurnar almennings á sér ekki hliðstæðu meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sjá mynd 1. Annars staðar á Norðurlöndunum er ákveðið samræmi milli reiknaðra mælistærða í því efni þannig að framboðið er ávallt heldur meira en eftirspurnin og hjá áhugasömum ríkisstjórnum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er framboðið umtalsvert meira en eftirspurnin. Samþætting upplýsinga og þjónustu Ríkið hefur ekki samþætt upplýsingar og þjónustu og því smádregist aftur úr nágrannaþjóðunum (sjá mynd 2). Það er gert með myndun nýrra skipulagseininga og -forma, aukinni miðstýringu og stöðlun. Því sækir það sér ekki alla mögulega hagkvæmni t.d. með því að hindra tvítekningar opinberra skráningaratriða. Dreifð uppbygging upplýsingakerfa ríkisins getur ekki veitt því sjálfu, atvinnulífinu eða almenningi þær samþættu upplýsingar og þjónustu sem hann þarf á að halda og á rétt á í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Þá þarf samþættingu til þess að mynda nýjar upplýsingar um stöðu málefna ríkisins, sem m.a. gætu veitt heildarsýn. Samþætt þjónusta á að auka hagkvæmni allra aðila og meðal annars styrkja samkeppnishæfni atvinnulífsins, en þá verða erindi leyst á einum stað á ríkisvef, enda þótt þau varði afgreiðslu margra stofnana og ólíkra stjórnsýslustiga. Það segir sig sjálft að til þess að svo verði þurfa afgreiðsluferli hins opinbera að breytast mikið, þau munu skarast og samráð og samvinnu þarf við úrlausn erinda. Samþættingin skorar smákóngakerfi hins opinbera á hólm. Samráð við almenning Rafræn stjórnsýsla er slökust á sviði samráðs við almenning um sameiginleg málefni. Hún mælist svipuð og hjá sumum Afríkuríkjum. Þá er mælt hvort upplýst er um hvaða mál eru í undirbúningi og vinnslu og hvort gögn um þau eru aðgengileg á þægilegan hátt, hversu samráð við almenning og hagsmunaaðila er þróað á netinu og hvernig aðkoma þeirra er að ákvarðanatöku. Þessar mælingar eru gerðar á vefjum ríkisstjórna – og staðan hér á landi hefur verið ljós um árabil. En það er eins og ríkisstjórnir og Stjórnarráðið telji sig ekki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Víðast erlendis leiðir framkvæmdavaldið þróun stjórnmálanna og breytts lýðræðis á netinu og forsetar eða forsætisráðherrar taka sér forystuhlutverk á félagsmiðlum (Obama) eða tala netið niður til þess að draga úr hættum þess (Stoltenberg). Þessi þróun kallar á lýðræðislega starfshætti ráðuneyta, sem ásamt öðru er kallað nútímavæðing þeirra og gerir verulega breyttar kröfur til starfsemi þeirra. Önnur atriði Mörg stjórnsýsluverkefni eru mjög stutt komin, t.d. rafræn fjársýsla, og önnur eru veitt í ófullnægjandi umfangi, en þá verða erindi ekki rækt til enda á netinu. Því eru stofnanir enn háðar staðbundinni þjónustu og langt er í land með að starfsfólk geti starfað hvar sem er, að þær leggi ekki öllu starfsfólki til vinnuaðstöðu heldur reki (mynd)fundaaðstöðu og gestabása fyrir starfsfólk og að stofnanir nýti ódýrara húsnæði. Þessi staða hefur margháttuð neikvæð áhrif á hagkvæmi og eykur t.d. umferð. Það má óttast að opnun opinberra gagna sé verulega ábótavant. Þau skapa ný sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun – og er tímabært að gögn stóru málaflokka ríkisins (heilbrigðiskerfisins, Fjársýslunnar o.fl.) verði opnuð út á netið án persónugreinanlegra upplýsinga sem fyrst, vegna atvinnuuppbyggingar. Lokaorð Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur staða rafrænnar stjórnsýslu ýtt undir tortryggni hans gagnvart stjórnvöldum. Það virðist aðkallandi að ríkið skoði sem fyrst hvað hefur farið úrskeiðis í notkun þess á upplýsingatækni, geri viðeigandi ráðstafanir og leiti þannig eftir að ná sáttum við netsamfélagið. Það væri líka í fullu samræmi við stefnu og gerðir ríkisstjórna nágrannaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is). Gögnin sýna að forsendur hennar (menntun, fjarskipti o.fl.) mælast mjög ákjósanlegar eða svipaðar og hjá hinum norrænu ríkjunum og almenningur notar netið meira en aðrir og hefur óskað eftir aukinni rafrænni þjónustu um árabil. Þá nýta Íslendingar sér félagsmiðla meira en aðrar þjóðir og virðast reiðubúnir til þess að taka þátt í gagnvirkum samskiptum við yfirvöld um eigin málefni og málefni samfélagsins. Að þessu leyti er staðan afar góð og Ísland gæti tekið sér leiðandi stöðu á heimsvísu. Staða rafrænnar stjórnsýslu Hins vegar sýna gögnin að rafræn stjórnsýsla ríkisins er á heildina litið ófullburða og á þróunarstigi sem hefði þótt gott um síðustu aldamót. Hún er verulega styttra komin en hjá hinum norrænu þjóðunum, í öftustu röð meðal Evrópuríkja og jafnvel aftarlega í ríkjahópi Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Þetta á bæði við um stöðu og umfang einstakra þjónustuþátta og þróunarstig þjónustunnar, sem mælir einkum samþættingu og samráð við almenning. Ójafnvægið milli framboðs á rafrænni stjórnsýslu og eftirspurnar almennings á sér ekki hliðstæðu meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sjá mynd 1. Annars staðar á Norðurlöndunum er ákveðið samræmi milli reiknaðra mælistærða í því efni þannig að framboðið er ávallt heldur meira en eftirspurnin og hjá áhugasömum ríkisstjórnum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er framboðið umtalsvert meira en eftirspurnin. Samþætting upplýsinga og þjónustu Ríkið hefur ekki samþætt upplýsingar og þjónustu og því smádregist aftur úr nágrannaþjóðunum (sjá mynd 2). Það er gert með myndun nýrra skipulagseininga og -forma, aukinni miðstýringu og stöðlun. Því sækir það sér ekki alla mögulega hagkvæmni t.d. með því að hindra tvítekningar opinberra skráningaratriða. Dreifð uppbygging upplýsingakerfa ríkisins getur ekki veitt því sjálfu, atvinnulífinu eða almenningi þær samþættu upplýsingar og þjónustu sem hann þarf á að halda og á rétt á í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Þá þarf samþættingu til þess að mynda nýjar upplýsingar um stöðu málefna ríkisins, sem m.a. gætu veitt heildarsýn. Samþætt þjónusta á að auka hagkvæmni allra aðila og meðal annars styrkja samkeppnishæfni atvinnulífsins, en þá verða erindi leyst á einum stað á ríkisvef, enda þótt þau varði afgreiðslu margra stofnana og ólíkra stjórnsýslustiga. Það segir sig sjálft að til þess að svo verði þurfa afgreiðsluferli hins opinbera að breytast mikið, þau munu skarast og samráð og samvinnu þarf við úrlausn erinda. Samþættingin skorar smákóngakerfi hins opinbera á hólm. Samráð við almenning Rafræn stjórnsýsla er slökust á sviði samráðs við almenning um sameiginleg málefni. Hún mælist svipuð og hjá sumum Afríkuríkjum. Þá er mælt hvort upplýst er um hvaða mál eru í undirbúningi og vinnslu og hvort gögn um þau eru aðgengileg á þægilegan hátt, hversu samráð við almenning og hagsmunaaðila er þróað á netinu og hvernig aðkoma þeirra er að ákvarðanatöku. Þessar mælingar eru gerðar á vefjum ríkisstjórna – og staðan hér á landi hefur verið ljós um árabil. En það er eins og ríkisstjórnir og Stjórnarráðið telji sig ekki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Víðast erlendis leiðir framkvæmdavaldið þróun stjórnmálanna og breytts lýðræðis á netinu og forsetar eða forsætisráðherrar taka sér forystuhlutverk á félagsmiðlum (Obama) eða tala netið niður til þess að draga úr hættum þess (Stoltenberg). Þessi þróun kallar á lýðræðislega starfshætti ráðuneyta, sem ásamt öðru er kallað nútímavæðing þeirra og gerir verulega breyttar kröfur til starfsemi þeirra. Önnur atriði Mörg stjórnsýsluverkefni eru mjög stutt komin, t.d. rafræn fjársýsla, og önnur eru veitt í ófullnægjandi umfangi, en þá verða erindi ekki rækt til enda á netinu. Því eru stofnanir enn háðar staðbundinni þjónustu og langt er í land með að starfsfólk geti starfað hvar sem er, að þær leggi ekki öllu starfsfólki til vinnuaðstöðu heldur reki (mynd)fundaaðstöðu og gestabása fyrir starfsfólk og að stofnanir nýti ódýrara húsnæði. Þessi staða hefur margháttuð neikvæð áhrif á hagkvæmi og eykur t.d. umferð. Það má óttast að opnun opinberra gagna sé verulega ábótavant. Þau skapa ný sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun – og er tímabært að gögn stóru málaflokka ríkisins (heilbrigðiskerfisins, Fjársýslunnar o.fl.) verði opnuð út á netið án persónugreinanlegra upplýsinga sem fyrst, vegna atvinnuuppbyggingar. Lokaorð Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur staða rafrænnar stjórnsýslu ýtt undir tortryggni hans gagnvart stjórnvöldum. Það virðist aðkallandi að ríkið skoði sem fyrst hvað hefur farið úrskeiðis í notkun þess á upplýsingatækni, geri viðeigandi ráðstafanir og leiti þannig eftir að ná sáttum við netsamfélagið. Það væri líka í fullu samræmi við stefnu og gerðir ríkisstjórna nágrannaríkjanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar