Biskup í góðum samhljómi Einar Karl Haraldsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóðkirkjunni, svo og öðrum trúfélögum í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerðingar en stofnanir ráðuneytisins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í milljörðum króna á kjörtímabilinu.Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar byggir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjárlaganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verkefna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á samkomulagi og samningum frá liðnum árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni.Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveitingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sanngjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meintan" fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlagaliðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu oddvita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkjustarfi að tala um að „ríkisstofnun" sem „þiggi fé frá ríkinu" eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkisstofnun. Þarna talar valdsmaðurinn niður til þúsunda virkra meðlima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofnun landsins á erlendum sem innlendum vettvangi. Það fer einnig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu" og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég tilheyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega.Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í landinu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóðkirkjufólks sem virkra einstaklinga um land allt að afmörkuðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörfin á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstaklega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagður var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA." Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalanum. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskupsstóli lætur að sér kveða með lofsverðu framtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóðkirkjunni, svo og öðrum trúfélögum í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerðingar en stofnanir ráðuneytisins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í milljörðum króna á kjörtímabilinu.Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar byggir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjárlaganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verkefna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á samkomulagi og samningum frá liðnum árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni.Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveitingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sanngjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meintan" fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlagaliðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu oddvita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkjustarfi að tala um að „ríkisstofnun" sem „þiggi fé frá ríkinu" eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkisstofnun. Þarna talar valdsmaðurinn niður til þúsunda virkra meðlima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofnun landsins á erlendum sem innlendum vettvangi. Það fer einnig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu" og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég tilheyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega.Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í landinu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóðkirkjufólks sem virkra einstaklinga um land allt að afmörkuðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörfin á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstaklega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagður var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA." Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalanum. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskupsstóli lætur að sér kveða með lofsverðu framtaki.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun