Er óhróður DV falur? Ólafur Hauksson skrifar 4. janúar 2013 08:00 DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Skoðun Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar