Aron æfði með FH í síðustu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 19:10 Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég var örugglega pirrandi krakki," segir Aron sem æfði með félögum sínum í FH í Krikanum og skartaði að sjálfsögðu FH-treyjunni. Aron sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné segir afa sinn bera ábyrgð á því hvar hann standi í dag. Aron Pálmarsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2012 og er þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu kominn í leiðtogahlutverk hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Aron fór í aðgerð á hné í sumar og hefur hægt að bítandi verið að ná heilsu. Hann æfði þarna á sínum gamla heimavelli í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þarna var hann kominn í húsið þar sem hann þekkir hverja einustu fjöl og hjá félaginu sem hann á svo mikið að þakka. „Ég fékk óljós svör um hvað ég þyrfti að vera lengi frá. Maður vonar alltaf það besta og kannski var of mikil gredda í mér að koma of snemma til baka. Það skilaði bara því að ég þurfti að draga mig aftur til baka, æfa betur og styrkja þetta," sagði Aron Pálmarsson við Guðjón Guðmundsson. Aron hefur leikið með Kiel, besta liði heims, frá árinu 2009 og hann segir að frammistaða þýsku meistaranna í byrjun leiktíðar hafi komið á óvart en liðið missti marga sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð. „Það segir sig sjálft að þegar svona fjórir stórir póstar fara þá býst maður við minni gæðum. Við erum búnir halda standard finnst mér og erum búnir að spila vel. Þetta hefur ekki verið nein heppni, það hafa tveir til þrír leikir dottið okkar megin en annars hefur verið stígandi í liðinu," sagði Aron. „Ég hef fengið þau skilaboð frá Alfreð og klúbbnum að nú eigi ég að stíga fram. Ég er gríðarlega ánægður með það og ætla að skila þeirri vinnu alveg hundrað prósent," sagði Aron sem verður því í stóru hlutverki þegar hann kemur til baka inn í lið Kiel. Aron segist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku 12. janúar næstkomandi. Aron segir að íslenska liðið hafi í raun leikið ótrúlega vel á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem lykilmenn voru fjarverandi. „Ég hef engar áhyggjur af þessum mannskap hjá okkur. Við gerðum flotta hluti á HM án þess að hafa Arnór og Lexa og þá var Óli nýhættur og við vorum með tiltölulega nýtt lið. Við náðum kannski ekki neinum brjálæðum árangri en við spiluðum vel og erum ennþá að halda í við þessar toppþjóðir. Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni ef við erum alltaf að missa tvo til þrjá sterka pósta fyrir hvert mót. Ef allir haldast heilir þá eigum við alveg að gera gert einhverja hluti," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Gaupa við Aron með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira
Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég var örugglega pirrandi krakki," segir Aron sem æfði með félögum sínum í FH í Krikanum og skartaði að sjálfsögðu FH-treyjunni. Aron sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné segir afa sinn bera ábyrgð á því hvar hann standi í dag. Aron Pálmarsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2012 og er þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu kominn í leiðtogahlutverk hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Aron fór í aðgerð á hné í sumar og hefur hægt að bítandi verið að ná heilsu. Hann æfði þarna á sínum gamla heimavelli í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þarna var hann kominn í húsið þar sem hann þekkir hverja einustu fjöl og hjá félaginu sem hann á svo mikið að þakka. „Ég fékk óljós svör um hvað ég þyrfti að vera lengi frá. Maður vonar alltaf það besta og kannski var of mikil gredda í mér að koma of snemma til baka. Það skilaði bara því að ég þurfti að draga mig aftur til baka, æfa betur og styrkja þetta," sagði Aron Pálmarsson við Guðjón Guðmundsson. Aron hefur leikið með Kiel, besta liði heims, frá árinu 2009 og hann segir að frammistaða þýsku meistaranna í byrjun leiktíðar hafi komið á óvart en liðið missti marga sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð. „Það segir sig sjálft að þegar svona fjórir stórir póstar fara þá býst maður við minni gæðum. Við erum búnir halda standard finnst mér og erum búnir að spila vel. Þetta hefur ekki verið nein heppni, það hafa tveir til þrír leikir dottið okkar megin en annars hefur verið stígandi í liðinu," sagði Aron. „Ég hef fengið þau skilaboð frá Alfreð og klúbbnum að nú eigi ég að stíga fram. Ég er gríðarlega ánægður með það og ætla að skila þeirri vinnu alveg hundrað prósent," sagði Aron sem verður því í stóru hlutverki þegar hann kemur til baka inn í lið Kiel. Aron segist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku 12. janúar næstkomandi. Aron segir að íslenska liðið hafi í raun leikið ótrúlega vel á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem lykilmenn voru fjarverandi. „Ég hef engar áhyggjur af þessum mannskap hjá okkur. Við gerðum flotta hluti á HM án þess að hafa Arnór og Lexa og þá var Óli nýhættur og við vorum með tiltölulega nýtt lið. Við náðum kannski ekki neinum brjálæðum árangri en við spiluðum vel og erum ennþá að halda í við þessar toppþjóðir. Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni ef við erum alltaf að missa tvo til þrjá sterka pósta fyrir hvert mót. Ef allir haldast heilir þá eigum við alveg að gera gert einhverja hluti," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Gaupa við Aron með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira