Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 13:15 Lárus Welding ásamt lögmanni sínum Óttari Pálssyni og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari við fyrirtökuna í dag. Myndir/GVA Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um embætti sérstaks saksóknara í fyrirtöku í Aurum málinu í dag. Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Lárusar, lagði fram fyrir hönd allra verjenda í málinu yfirmatsgerð með nýju verðmati á breska félaginu Aurum Holding. Samkvæmt því er eignarhluti félagsins, sem var í eigu Fons, metinn á bilinu 345 til 2.080 milljónir króna. Glitnir lánaði félaginu FS38, í eigu Pálma Haraldssonar sex milljarða króna til kaupa á hlut Fons í Aurum. Áður höfðu matsmennirnir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskiptafræði, lagt fram undirmatsgerð þar sem þeir sögðu kaupverðið hafa verið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þá lagði Óttar fram bókun, þar sem skorað var á ákæruvaldið að leggja fram lögfræðilega og fjárhagslega áreiðanleikakönnun sem og fjárfestingasniðmát sem félagið Damas Jewellry í Dubai, stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda, hafði framkvæmt á Aurum. Í bókuninni segir að þessi gögn innihaldi umtalsverða sérfræði- og ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir Damas sem kaupanda, í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti með hlutafé í Aurum og hafi kostað verulega fjármuni. Bendi það eindregið til þess að Damas hafi verið full alvara í viðræðum sínum við seljanda og gefi til kynna að að viðskiptin myndu ganga eftir. Þá segir að til grundvallar viðræðum Damas um viðskiptin hafi af þessu hálfu verið gert ráð fyrir að hlutafjárvirði Aurum hafi verið í kringum 107 milljónir sterlingspunda. Þá sé ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram sem gefi vísbendingu um að tilefni hafi verið til að falla frá kaupum vegna atriða sem leidd hafi verið í ljós við lögfræði- og/eða fjárhagslegu áreiðanleikakannanirnar og eftir standi því sú skýring að horfið hafi verið frá viðskiptunum vegna breytinga á markaðsaðstæðum í september 2008. Óttar fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara, sagði hann hafa legið á þessum áreiðanleikakönnunum og fjárfestingasniðmátinu lengi, en hann hefði haft þær undir höndum síðan í maí 2011 en verjendur ekki fengið aðgang að þessum gögnum fyrr en 10 mánuðum eftir þingfestingu málsins. Telur Óttar að umrædd gögn séu mikilvæg í þágu varnarinnar og við blasi að rannsakendur og ákæruvald hafi í lengstu lög kostið að halda þessum gögnum frá sakborningum og verjendum. Það sé alvarlegt brot á hlutlægnisskyldu sem hljóti að hafa afleiðingar að lögum. Sagði Óttar að fyrir hönd allra ákæru áskildi hann sér allan rétt í því sambandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist hafa reynt að leggja fram þessi gögn áður við meðferð málsins, en hafi verið meinað að leggja fram þessar áreiðanleikakannanir, þar sem þær séu á ensku, en þingmálið er íslenska. Í fyrirtökunni í dag var ákveðið að þýðing á þessum skjölum myndi fara fram í kjölfarið og þær lagðar fram við næstu fyrirtöku í lok nóvember. Dómari málsins bað sækjanda og verjendur að gera ráð fyrir aðalmeðferð í lok janúar en vitnalisti sérstaks saksóknara telur rúmlega 40 manns og búast má við að listinn lengist með vitnum sem verjendur munu kalla til. Þannig gæti farið að aðalmeðferðin muni taka nokkra daga eða vikur. Aurum Holding málið Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um embætti sérstaks saksóknara í fyrirtöku í Aurum málinu í dag. Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Lárusar, lagði fram fyrir hönd allra verjenda í málinu yfirmatsgerð með nýju verðmati á breska félaginu Aurum Holding. Samkvæmt því er eignarhluti félagsins, sem var í eigu Fons, metinn á bilinu 345 til 2.080 milljónir króna. Glitnir lánaði félaginu FS38, í eigu Pálma Haraldssonar sex milljarða króna til kaupa á hlut Fons í Aurum. Áður höfðu matsmennirnir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskiptafræði, lagt fram undirmatsgerð þar sem þeir sögðu kaupverðið hafa verið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þá lagði Óttar fram bókun, þar sem skorað var á ákæruvaldið að leggja fram lögfræðilega og fjárhagslega áreiðanleikakönnun sem og fjárfestingasniðmát sem félagið Damas Jewellry í Dubai, stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda, hafði framkvæmt á Aurum. Í bókuninni segir að þessi gögn innihaldi umtalsverða sérfræði- og ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir Damas sem kaupanda, í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti með hlutafé í Aurum og hafi kostað verulega fjármuni. Bendi það eindregið til þess að Damas hafi verið full alvara í viðræðum sínum við seljanda og gefi til kynna að að viðskiptin myndu ganga eftir. Þá segir að til grundvallar viðræðum Damas um viðskiptin hafi af þessu hálfu verið gert ráð fyrir að hlutafjárvirði Aurum hafi verið í kringum 107 milljónir sterlingspunda. Þá sé ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram sem gefi vísbendingu um að tilefni hafi verið til að falla frá kaupum vegna atriða sem leidd hafi verið í ljós við lögfræði- og/eða fjárhagslegu áreiðanleikakannanirnar og eftir standi því sú skýring að horfið hafi verið frá viðskiptunum vegna breytinga á markaðsaðstæðum í september 2008. Óttar fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara, sagði hann hafa legið á þessum áreiðanleikakönnunum og fjárfestingasniðmátinu lengi, en hann hefði haft þær undir höndum síðan í maí 2011 en verjendur ekki fengið aðgang að þessum gögnum fyrr en 10 mánuðum eftir þingfestingu málsins. Telur Óttar að umrædd gögn séu mikilvæg í þágu varnarinnar og við blasi að rannsakendur og ákæruvald hafi í lengstu lög kostið að halda þessum gögnum frá sakborningum og verjendum. Það sé alvarlegt brot á hlutlægnisskyldu sem hljóti að hafa afleiðingar að lögum. Sagði Óttar að fyrir hönd allra ákæru áskildi hann sér allan rétt í því sambandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist hafa reynt að leggja fram þessi gögn áður við meðferð málsins, en hafi verið meinað að leggja fram þessar áreiðanleikakannanir, þar sem þær séu á ensku, en þingmálið er íslenska. Í fyrirtökunni í dag var ákveðið að þýðing á þessum skjölum myndi fara fram í kjölfarið og þær lagðar fram við næstu fyrirtöku í lok nóvember. Dómari málsins bað sækjanda og verjendur að gera ráð fyrir aðalmeðferð í lok janúar en vitnalisti sérstaks saksóknara telur rúmlega 40 manns og búast má við að listinn lengist með vitnum sem verjendur munu kalla til. Þannig gæti farið að aðalmeðferðin muni taka nokkra daga eða vikur.
Aurum Holding málið Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira