Þakklátur faðir skrifaði Källström bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2013 10:45 Källström og Max í Stokkhólmi á dögunum. Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum. Max er með Williams-heilkenni líkt og tíu önnur börn sem leiddu landsliðsmenn Svía út á völlinn í aðdraganda leiksins. Max var afar stressaður fyrir leikinn enda er hann sérstaklega viðkvæmur gagnvart miklum hávaða. Um fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með leiknum. Hann náði hins vegar að mynda góð tengsl við landsliðsmann Svía, miðjumanninn Kim Källström. Svo þakklátur var Emil, faðir Max, að hann ritaði Källström opinskátt bréf til þess að útskýra hversu mikla þýðingu stundin hefði haft fyrir son sinn. „Það voru viðbrögð þín Kim sem urðu til þess að sonur minn upplifði nákvæmlega það sama og allir aðrir þegar börnin gengu inn á völlinn,“ skrifar Emil. Hann segir Max hafa verið stoltur, fundist hann vera einstakur, ánægður að hafa klárað dæmið og verið sérstaklega hamingjusamur. „Það sem þú gerðir á þessum sjö til átta mínútum færir okkur fjölskyldunni margra mánaða gleði, minningar út lífið og upplifun Max: „Ég gat þetta.“ Því segir ég TAKK frá innstu hjartarótum!“ Samkvæmt föðurnum er Max nú öllum stundum klæddur sænska landsliðsbúningnum, telur sig vera sjónvarpsstjörnu og það sé Källström að þakka. Källström er ánægður að foreldrar Max séu ánægðir. Mestu máli hafi skipt að þeir Max hafi átt góða stund saman. „Á augnablikum sem þessum hegðar maður sér frekar eins og nágranni eða foreldri heldur en knattspyrnumaður. Ég geri mér grein fyrir ábyrgð gagnvart foreldrum sem eru örugglega margir hverjir efins og stressaðir í stúkunni. En líka ábyrgð gagnvart börnunum. Ég reyni að vera afslappaður og hef yfirleitt gaman af börnunum,“ segir Källström. Óhætt er að segja að bréfið hafi vakið mikla athygli. Nálægt 100 þúsund manns hafa líkað við það hér á Facebook þar sem hægt er að lesa það í heild sinni. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum. Max er með Williams-heilkenni líkt og tíu önnur börn sem leiddu landsliðsmenn Svía út á völlinn í aðdraganda leiksins. Max var afar stressaður fyrir leikinn enda er hann sérstaklega viðkvæmur gagnvart miklum hávaða. Um fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með leiknum. Hann náði hins vegar að mynda góð tengsl við landsliðsmann Svía, miðjumanninn Kim Källström. Svo þakklátur var Emil, faðir Max, að hann ritaði Källström opinskátt bréf til þess að útskýra hversu mikla þýðingu stundin hefði haft fyrir son sinn. „Það voru viðbrögð þín Kim sem urðu til þess að sonur minn upplifði nákvæmlega það sama og allir aðrir þegar börnin gengu inn á völlinn,“ skrifar Emil. Hann segir Max hafa verið stoltur, fundist hann vera einstakur, ánægður að hafa klárað dæmið og verið sérstaklega hamingjusamur. „Það sem þú gerðir á þessum sjö til átta mínútum færir okkur fjölskyldunni margra mánaða gleði, minningar út lífið og upplifun Max: „Ég gat þetta.“ Því segir ég TAKK frá innstu hjartarótum!“ Samkvæmt föðurnum er Max nú öllum stundum klæddur sænska landsliðsbúningnum, telur sig vera sjónvarpsstjörnu og það sé Källström að þakka. Källström er ánægður að foreldrar Max séu ánægðir. Mestu máli hafi skipt að þeir Max hafi átt góða stund saman. „Á augnablikum sem þessum hegðar maður sér frekar eins og nágranni eða foreldri heldur en knattspyrnumaður. Ég geri mér grein fyrir ábyrgð gagnvart foreldrum sem eru örugglega margir hverjir efins og stressaðir í stúkunni. En líka ábyrgð gagnvart börnunum. Ég reyni að vera afslappaður og hef yfirleitt gaman af börnunum,“ segir Källström. Óhætt er að segja að bréfið hafi vakið mikla athygli. Nálægt 100 þúsund manns hafa líkað við það hér á Facebook þar sem hægt er að lesa það í heild sinni.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira