Íslenski boltinn

Sportspjallið: Umræða um Hallberu og Hólmfríði

„Hólmfríður er líka þannig leikmaður að hún er annaðhvort heitt eða kalt. Hún getur unnið leiki en það getur líka verið slökkt á henni.“

Þetta segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, í spjalli við Kolbein Tuma Daðason í Sportspjallinu í þessari viku.

Freyr ræddi meðal annars 2-0 tapið gegn Sviss í fyrsta leik liðsins í riðlinum. Margar breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu og komu sumar á óvart. Ein þeirra var að Hallbera Guðný Gísladóttir var færð í stöðu vinstri kantmanns og fyrir vikið spilaði Hólmfríður Magnúsdóttir á hægri kantinum.

„Það virkaði ekki að hafa Hólmfríði hægra megin og heldur ekki að vera með Hallberu vinstra megin,“ segir Freyr. Slökkt hafi verið á Hólmfríði á hægri kantinum en það hafi gilt um fleiri leikmenn í umræddum leik.

Freyr minnti á þá staðreynd að Hallbera væri að upplagi kantmaður. Þannig hafi hún blómstrað með Val undir hans stjórn.

„Eins og staðan er núna, meðan hún er að spila með félagsliði sínu sem vinstri bakvörður, þá hentar hún best sem vinstri bakvörður fyrir landsliðið.“

Viðtalið við Frey í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×