Íslenski boltinn

Stelpurnar komnar til Serbíu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Það voru fagnaðarfundir þegar leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hittust á flugvellinum í höfuðborg Serbíu í dag en liðið er að koma saman fyrir annan leik sinn í undankeppni HM 2015.

Hilmar Þór Guðmundsson, nýr starfsmaður KSÍ í Fjölmiðla- og markaðsmálum, er með í för og smellti af nokkrum myndum af stelpunum þegar þær mættu til Belgrad. Það er hægt að sjá þessar fínu myndir hér fyrir ofan.

Stelpurnar voru margar að klára tímabilið sitt með félagsliðunum um þar síðustu helgi og þessi leikur á móti Serbíu verður því síðasti leikur þeirra á þessu ári.

Leikurinn á móti Serbíu fer fram á FK Obilic Stadium í Belgrad á fimmtudagskvöldið en Serbarnir eru sýnd veiði en ekki gefin því nær náðu stigi á móti Dönum um helgina.

Þetta verður annar leikur íslenska liðsins undir stjórn Freys Alexanderssonar en Ísland tapaði 0-2 á móti Sviss í fyrsta leik sínum í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×